Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 104
L02
B L I K
virkur þátttakandi í íþróttalífi
byggðarlagsins, og þótti rúm hans
jafnan vel skipað í kappliðum Eyja-
drengja. Þannig var Arni t.d. í
knattspyrnuliðinu fræga, sem Eyja-
menn sendu til Reykjavíkur 1920 til
þess að keppa við Val. Sá kappleikur
vakti mikla athygli á sínum tíma
og snerpa, leikni og harka hinna
ungu Eyjamanna kom hinum
reyndu og þjálfuðu Valsmönnum á
óvart, svo að „heimsóknin" vakti
umtal og ávann drengjum úr Eyj-
um traust og álit. Þær íþróttir, er
Arni lagði mesta rækt við á yngri
árum, voru knattspyrna, spjótkast
og spretthlaup.
Um nokkurt skeið tók Árni Árna-
son virkan þátt í leiklistarstarfi í
bænum og unni leiklistarstarfi Leik-
félags Vestmannaeyja og Kvenfé-
lagsins Líknar af heilum hug og
aflaði mikils fróðleiks um öll þau
störf frá upphafi, mest í viðtölum
og frásögnum fólks, sem fyrrum
hafði verið með í því merka menn-
ingarstarfi. Það voru Árna og fleir-
um mikil og sár vonbrigði, er það
uppgötvaðist, að hvergi fundust
skráðar heimildir svo sem fundar-
gjörðarbækur um starfsemi leiklistar-
fólks hér í Eyjum um aldarskeið.
/ /
Arni Arnason var gæddur hljóm-
listargáfu í ríkum mæli og var fé-
lagi og starfskraftur góður í lúðra-
sveit hér um skeið. Sjálfur lék hann
á önnur hljófæri en horn, t. d. harm-
óniku og var eftirsóttur harmoniku-
ieikari hér áður fyrr, þegar enginn
var kostur hljómsveita til að leika
fyrir dansi.
Þá var það flestum hér kunnugt,
að Árni Árnason var bjargveiðimað-
ur ágætur. Ungur að árum fór
hann í Uteyjar með föður sínum og
lærði af honum bjargveiðimanna-
listirnar. Flest öll sumur mun Árni
hafa legið við í Uteyjum einhvern
tíma við Lundaveiðar, oftast í Álsey,
en einnig um tíma í Suðurey. Hann
þótti þar skemmtilegur og góður
félagi, eins og alls staðar annars
staðar, glaður, hnyttinn, gamansam-
ur, en græskulaus og hagmæltur,
þegar hann vildi það við hafa. Hann
gerði oft vísur til félaga sinna eða
samstarfsfólks og vafði stundum
inn í þær frásagnir um broslega
viðburði:
Ég fór á trillu með „Trana"
túr einn í Elliðaey
af góðum, gömlum vana
með grogg og væna mey;
ég vissi að Tóti vinur
var alveg orðinn þurr
og Pétur líka linur
og lyst hafði ekki á „Spur".
Símastúlkurnar fá vísur (VM =
símakerfið í Vestmannaeyjum).
VM hefur ávallt átt
ástarþekka svanna;
gamall margur dregur drátt
úr djúpi minninganna.
Nýjar koma helzt um haust,
hinar bauga prýða;