Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 36
34
B L I K
austurrúmið, þar sem það var
grynnst. Síðan var því lyft að aftan
og hestarnir teymdir undir tréð og
það látið leggjast ofan á reiðingana
og svo bundið vandlega. Þá voru
skorður teknar undan skipinu og
hestarnir teymdir af stað, en áhöfnin
öll gekk með skipinu, studdi það og
ýtti á eftir. Gekk þetta oftast nokk-
urn veginn greiðlega, ef gljáin var
ekki því blautari. Þessi aðferð var
líka hættulaus, því að ekki var ann-
að en setja skorður undir skipið ef
eitthvað var að eða bjátaði á, og létta
þannig á hestunum. En nauðsynlegt
var, að þeir væru sem allra jafnastir
að stærð, enda var þess jafnan gætt.
Þegar komið var upp á grös, —
gljábakkana, — var skipinu hvolft
og skorðað fast undir miðju þess til
þess að varna því, að það slig-
aðist, — sigi niður um miðjuna, en
við því var þeim hætt, er þau eltust.
Oftast voru stafnar skipsins grafnir
lítið eitt niður og skjólgarður úr
torfi hlaðinn báðum megin um mið-
bikið, þar sem þau voru mest á lofti.
Allt var þetta gert til þess að verja
þau fyrir átökum norðvestan veðr-
anna, sem við og við geisast austur
með Fjöllunum.
Ef setja þurfti til bæja vegna við-
gerða, var sá setningur geymdur til
haustsins og framkvæmdur á fros-
inni jörð.
Þegar hinum erfiða setningi var
lokið og gengið hafði verið frá skip-
inu, tóku allir til hesta sinna. Sumir
höfðu þá fataskipti áður að ein-
hverju leyti, sérstaklega yngri menn-
irnir, sem þóttust þurfa að halda sér
eilítið til. Þeir höfðu með sér verri
föt við setninginn. Var svo stigið á
bak, sprett úr spori og haldið til
bæja.
Oftast var uppdráttarveizlan hald-
in hjá formanninum, annars hjá
einhverjum skipseigandanum, en
þeir lögðu að sjálfsögðu til veizlu-
föngin. Þau voru langoftast mjólk-
urgrautur með rúsínum og kanel
(vellingur), hert og soðin langa með
bræddri feiti, kartöflur og rófur, ef
til voru, brauð og kökur, — einstöku
sinnum hangikjöt, — hjá þeim, sem
efnaðastir voru. A eftir kom svo
kaffi með lummum, að ógleymdu
brennivíni eða „púnsi”, sem blandað
var í stórum skálum úr rommi,
heitu vatni og sykri. Svo fékk hver
sinn bolla og dró sig eftir björginni
eftir vild. Gerðist þá jafnan glatt á
hjalla, — sungið og kveðið óspart
og margt sagt hnyttið, — og stund-
um óheflað, — en venjulegast þó í
bróðerni, og í hæsta lagi, að hnúmr
mættu hnútum og féllu þannig nið-
ur, — væru lagðar að jöfnu. Tíðum
voru í veizlum þessum gerðar upp
gamlar sakir til fullnustu frá vertíð-
inni, smærri og smærri, og fékk hver
sinn vitnisburð vel úti látinn á hvorn
veginn, sem var, og formaðurinn
rnda líka. En vitnisburður honum til
handa var oftast tjáður á fyndinn
hátt eða með fínni hætti. Til dæmis
um það er þessi smásaga:
Stóri-Sveinn var einn formaður-
inn undir Fjöllunum nefndur, —
mesti myndar- og hæfileikamaður,
J