Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 13
B L I K
11
séra Ormi orðið það á að fullyrða í
ræðustóli, að Krismr hefði verið
skapaður í móðurlífi. Þessu mót-
mælti einn af Eyjabúum, er hann
kvaddi prest við kirkjudyr eftir
messuna. Þessi fullyrðing prests var
eitt af kæruatriðunum. Stundum varð
séra Ormi á að neyta víns meira en
góðu hófi gegndi og hafði þá litla
stjórn á skapsmunum sínum og
gjörðum, ef starfslið kaupmanna
varð á vegi hans eða þeir sjálfir.
Einn af hinum 16 liðum kærunn-
ar var þessi, sem ég leyfi mér að
birta hér orðréttan á móðurmáli
kærandans eða réttara sagt skjól-
stæðings hans og með hans réttrit-
un.
„Er handt (þ. e. hann, séra
Ormur) saadan Vforschammet
oc Wærachig scallock, att handt
thör ssig wnnderstaae att indt-
gaae vdi Konng: Ma: Murstuf-
fue, ssom scheedt er 1607, och
wdtagett ssinn hemmelige thingh
och offuerpissett kockenn hoes
maden ssom stodt paa ildenn och
ssom kocken stoed medt maden
och thendt handtteritt huor om
otte mendt ther aff Oen deriss
beseiglede och wnderschreffne
breff och thingswinnde vider
vduisser."
Kæran leiddi til þess, að séra
Ormur var sviftur embætti síðla
sumars 1607 og varð að hröklast
burt úr Eyjum.
Ég hefi farið nokkrum orðum
hér um séra Orm Ofeigsson og
drepið á verzlunaráþján Eyjafólks,
ófrelsi og fátækt á þeim tímum, er
prestur þessi hvarf úr Eyjum og
séra Jón Þorsteinsson prestur á
Torfastöðum fékk Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum. Það var haustið
1607 eða vorið 1608 að hann flutti
til Eyja. Þá var séra Olafur Egils-
son prestur að Ofanleiti (1594).
Seinni kona hans var Asta (Astríð-
ur) Þorsteinsdóttir, systurdóttir
séra Jóns Þorsteinssonar, — dóttir
Guðrúnar Þorsteinsdóttur frá Höfn
í Melasveit og m.h. séra Þorsteins
Einarssonar að Mosfelli.
Prestshjónin, séra Jón Þor-
steinsson og maddama Margrét,
nutu vissulega dugnaðar séra Orms
Ofeigssonar, er þau fluttu til Vest-
mannaeyja og settust þar að. Að
sjálfsögðu fluttu þau í staðarhúsin
á Kirkjubæ, er séra Ormur hafði
lokið við að byggja upp af grunni
fyrir 11 árum.
Fátt er til frásagnar svo vitað
sé um prestskap séra Jóns Þorsteins-
sonar að Kirkjubæ. Prestur var mik-
ill friðsemdarmaður og mun hafa
umborið ágengni kaupmannavalds-
ins með meiri ljúfmennsku og minni
mótþróa en fyrirrennari hans, séra
Ormur Ofeigsson.
Einn söguskráður atburður átti
sér stað í Vestmannaeyjum, er séra
Jón hafði verið þar prestur í 7 ár.
Það var rán Englendinga árið 1614,
þegar Jón Gentleman og félagar
hans fóru ránshendi um byggðina
en þyrmdu þó lífi fólksins. Ræningj-
ar þessir dvöldust í Eyjum vikum
saman og stálu öllu, sem þeim fannst