Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 108
SigfÚs M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti:
m
OWnOlMVMiri
ín, í {jestmGMna&u i
e^jium
(5. grein)
Magnús Bjarnason
Hann var fæddur í Efri-Úlfsstaða-
hjáleigu 14. ágúst 1815 og voru
foreldrar hans Bjarni Jónsson
bóndi þar, fæddur um 1779 og kona
hans. Þorbjörg Guðmundsdóttir, f.
um 1789. Magnús mun hafa misst
föður sinn ungur og ólst upp á Ulfs-
stöðum hjá Magnúsi Jónssyni og
konu hans, Guðrúnu Olafsdóttur,
Þorbjörg móðir hans giftist aftur, 3.
ágúst 1825 Jóni Sigurðssyni bónda
á Voðmúlastöðum. Þau bjuggu síðar
í Gularáshjáleigu.
Magnús Bjarnason var fermdur
1829, 14 ára gamall.
Hann kom til Vestmannaeyja frá
Hallgeirsey 1844 og með honum
Þuríður Magnúsdóttir, er síðar varð
kona hans, er og var í Hallgeirsey.
Þau hafa tekið saman og eru sjálfrar
sín í Olafshúsum, og síðar í Helga-
hjalli. Þau voru gefin saman í hjóna-
band í Landakirkju 15. október
1849, og áttu þá heima í Helgahjalli
og eru þar, þar til þau fara vestur til
Utah.
Þuríður Magnúsdóttir var fædd
13. apríl 1817, og var dóttir Magn-
úsar Vigfússonar á Snotru, föður
Vigfúsar í Hólshúsi Magnússonar,
föður Sigurðar Vigfússonar á Fögru-
völlum í Eyjum. Móðir Þuríðar var
Sigríður -Þorsteinsdóttir, ógift á
Snotru.
Magnús Bjarnason og kona hans
hafa verið meðal þeirra fyrstu, er
hneigðust að mormónatrúnni í Vest-
mannaeyjum og þau eru einmitt tal-
in á skrá þeirri, er fylgdi kæruskjal-
inu yfir mormónunum, er undirritað
var af 254 körlum og konum í Vest-
mannaeyjum, dags. 29. maí 1851.
Magnús Bjarnason var skírður af
J. P. Lorentzen, járnsmið og mor-
mónapresti, er til Vestmannaeyja
kom 1853- Voru þá og skírðir Lopt-
ur Jónsson og Samúel Bjarnason, og
alla þessa þrjá vígði Lorenzsen til
mormónapresta. Nú var ekki orðið
prestlaust í Vestmannaeyjum, sbr.
skýrslu séra Brynjólfs Jónssonar,
aðstoðarprests. En áður hafði verið
kvartað um prestleysi í Eyjunum,
eftir að prestaköllin tvö höfðu verið
sameinuð í eitt, og þessi eini prestur,
séra Jón Austmann, orðinn aldraður
maður og sjóndapur.
I sálnaregistrinu 1853 er Þuríð-