Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 127
B L I K
125
að ganga í norskan lýðháskóla næsta
vetur. Vildi ég nú leita ráða hennar
um skólann. Þessi ákvörðun mín
virtist gleðja hana mjög og hún var
ekki lengi að afráða skólann: „Auð-
vitað lýðháskólann í Voss," sagði
hún, „nafnkunnasta lýðháskóla í
Noregi og skólastjóri hans, Lars
Eskeland, einn af kiinnustu lýðhá-
skólamönnum á Norðurlöndum,
skáld og fyrirlesari"
Eg sótti þegar um skólavistina.
„Velkominn, velkominn," var
svarið. Ekki gerði ég mér þá grein
fyrir því, hversu mikilvæga ákvörð-
un ég hafði tekið, — ákvörðun, sem
orkaði á alla framtíð mína.
Lesari minn góður. Geturðu trú-
að því með mér, að tii sé afl í til-
verunni, sem skákar til og skipar
niður, ef því býður svo við að horfa
og þá ráði enginn sínum nætur-
stað? — Forlagatrú, segirðu, —
örlagatrú, segirðu. Það þarf ekki að
vera. Afskiptin geta gjörsamlega
verið háð neistanum í sjálfum þér.
Þ. Þ. V.
Skipshöfn á m/h Glafi, VE 270, og aðgerðarmenn útgerðarinnar á vetrarvertíÖ 1933.
Aftari röð frá vinstri: Olafur Tryggvason, Fáskrúðsfirði; Bóas V'aldórsson, Reyðar-
firði; Valdimar Tómasson, Vik í Mýrdal; Anton ?, Þykkvahce; Ottó Guðmmidnr
Vestmann, Fáskrúðsfirði; Kristján ?. Reykjavík; Jón Björnsson frá Gerði, Vm.;
Ketill Brandsson, Hrútafellskoti uniir Eyjafjöllum. — Fremri röð; Vilmundur Guð-
mundsson, Vm.; Olafur Halldórsson, Hafnarnesi t Fáskrúðsfirði; Eyjólfur Gíslason,
Bessastöðum í Vm. með Gísla son sinn. Guðlaugur Brynjólfsson, útgerðarmaður,
Lundi; Þorsteinn Brynjólfsson, bóndi í Þórlaugargerði, Vm.; Valtýr Brandsson frá
Onundarhorni undir Eyjafjöllum; Ingimundur Brandsson, Yzta-Bœli, Fyjafjöllum.