Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 83
B L I K
81
hann mann, sem hélt á sverði svo
björtu, að lýsti af. Þennan mann
drap Leifur og tók sverðið og mikið
fé þar.
Auðséð er eftir frásögninni, að
Leifur, sem hér eftir nefndist Hjör-
leifur, eftir sverðinu, sem hann tók
af manninum, — hefur gert mikið
strandhögg í þessari ferð, og látið
greipar sópa um eignir manna og
m. a. hertekið 10 menn, sem hann
gerði að þrælum sínum. Flestir
munu þeir hafa verið kvæntir menn,
feður og heimilisfeður.
Þessa herteknu menn flutti Hjör-
leifur með sér til Islands, ásamt öðru
því er hann rændi vestan Norður-
sjávar og svo sínum eigin fjárhlut-
um.
Fara má nærri um það, að Vest-
menn þessir hafa borið þungan hug
til Hjörleifs, hugsað oft heim og
hugleitt örlög sín og aðstæður allar.
Voru nokkur tök á, að losna frá kúg-
un og ævilöngum þrældóm?
Hjörleifur tók land við Hjörleifs-
höfða í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá
skarst þar fjörður inn í landið. Mik-
ið skóglendi var upp af höfðanum.
Margt var það, sem gera þurfti.
Bera skyldi föng frá skipi og búa um
það. Afla þurfti vetrarforða handa
fólki og fénaði og reisa tvo skála.
Ollu þessu varð að vera lokið, áður
en vetur gekk í garð.
Auðvitað hefur Hjörleifur og
menn hans hinir frjálsu gengið að
þessum verkum. En jafnvíst var það,
að Vestmennirnir, þrælarnir, hafa
verið látnir inna af höndum erfið-
ustu og verstu verkin og hin óþrifa-
legustu.
Og svo kemur vetur með illviðr-
um og fannkyngi. Þá hefur þurft að
hirða féð, þótt fátt væri, afla eldi-
viðar o. fl.
Þegar svo voraði, vildi Hjörleifur
sá korni, svo sem venja var í átthög-
um hans heima í Noregi. Aðeins
átti hann einn arðuruxann til að
erja jörðina. Arðurinn var þungur
og jörðin seig og ill til vinnslu, enda
legið óhreyfð frá örófi. Þá lét Hjör-
leifur þrælana draga arðurinn með
uxanum. Þá brauzt uppreisnarhug-
urinn fram.
Hjörleifur og menn hans hinir
frjálsu eru við skála og njóta vor-
blíðunnar. Þrælarnir strita vorlang-
an daginn og vel það.
Dúfþakur gerist foringi þrælanna
og leggur á ráðin. Ekkert vit var að
mæta kúgurum sínum á hösluðum
velli. Til þess skorti vopn og ef til
vill hreysti. Eina ráðið var að beita
kænsku. Hér var í rauninni engu að
tapa. Líf þeirra í áþján var þeim dag-
legur dauði. Allt var að vinna, ef
heppnin var með þeim. Frelsið var
þeim allt.
„Drepum uxann og segjum síðan,
að skógarbjörn hafi gcrt”. Tillaga
þessi var samþykkt einróma og ux-
inn þegar stunginn til bana. — Einn
hinna írsku hleypur heim til skála og
segir tíðindin um áleitni og grimmd
bjarnarins. Hinir felast í skóginum.
Hjörleifur og menn hans búast í
skyndi til að leita bjarnarins. Fleira
af búfénu skyldi hann ekki drepa.
G