Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 37
B L I K
35
en talsvert mikill á lofti á yngri ár-
um.
Einu sinni hafði hann lagt „til
landsins” í lokaferð úr Eyjum í ofsa
norðanroki. Fékk þá ágjöf mikla og
var hætt kominn, svo að kasta varð
út einhverju af farminum. I upp-
dráttarveizlunni var hann að slá um
sig með ýmsum hreystisögum, þar
með, hversu honum hefði tekizt vel
stjórnin í þetta umrædda sinni m. m.
Þá sagði einn af hásetum hans með
mestu stillingu: „Ja, hvað er um að
tala, — það fór allt í mesta myndar-
skap hjá þér, lambið mitt, og eins
þó að þú hefðir drepið okkur alla".
Af þessu varð roknahlátur, en for-
maðurinn þagnaði. Þar með var það
mál útrætt.
Að öllum jafnaði mun það hafa
verið talið sjálfsagt að fala og ráða
háseta til næstu vertíðar í þessum
veizlum, — að mestu leyti að
minnsta kosti. Ekki þótti það góðs
viti, ef ekki var ymprað á neinu slíku
við einhvern.
Lítinn þátt tók kvenfólkið í þess-
um veizlum annan en að ganga um
beina, — í hæsta lagi að horfa og
hlusta á það, sem fram fór. Sumar
gengu jafnvel til náða á venjuleg-
um tíma, þar sem húsakynni voru
það rúmgóð, að gestirnir þurftu ekki
að halda sig í baðstofunni.
Ekki minnist ég þess, að ég sæi
kvenmann nokkru sinni neyta víns
eða vera þátttakanda í vínneyzlunni.
Eins og áður er getið, voru oft
margar uppdráttarveizlur haldnar
víðs vegar á bæjum sama laugardags-
kvöldið, og þótti því vel við eiga að
grennslast eftir, hvað gerðist annars
staðar, — ekki sízt, hvort „mjöður-
inn" væri alls staðar ósvikinn.
Heimsóknir voru því tíðar á víxl
alla nóttina og jafnvel langt fram á
næsta dag.
Undir Eyjafjöllum, og þó víða
væri leitað, er nafnkunnust upp-
dráttarveizlan „mikla", sem Þorvald-
ur Björnsson, bóndi á Þorvaldseyri,
hélt laust fyrir 1890. Eg man vel
eftir því, að ég heyrði því snemma
viðbrugðið, hve stórmannleg, fjörug
og skemmtileg hún hafði verið.
Guðjón Jónsson, oftast kenndur
við Sandfell í Vestmannaeyjum og
lengi kunnur formaður þar og út-
vegsmaður, var að mestu alinn upp
hjá Þorvaldi bónda á Eyri. Hann
hefur tjáð mér, að þá hafi gengið 9
eða 10 skip undir Austur-Eyjafjöll-
unum og hafi Þorvaldur átt 4 þeirra.
Þessi 4 skip lét hann öll draga upp
sama laugardaginn. Hið sama munu
flestir aðrir gert hafa. Veður var in-
dælt, — logn og sólskin. Þegar
komið var heim að Eyri síðla dags,
var búið að slá upp borðum og
bekkjum sunnan undir íbúðarhús-
inu, úti í guðsgrænni náttúrunni.
Þar settust allir að snæðingi og
kaffidrykkju eins og hver vildi hafa.
Ekki er mér kunnugt um, hvað á
borð var borið, en gera má ráð fyrir
að það hafi verið eitthvað svipað
því, sem ég hef áður drepið á eða
nefnt um veizlurnar við slík tæki-
færi. Þó mun ekki hafa verið bor-
ið á borð kjöt handa öllum þessum