Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 223
B L I K
221
4. Báruskel. Fst.: Austfirðir.
5. Bergbúi (Zirphaea crispata).
Þessi sérkennilega skel hefur
fundizt lifandi norður við Tjör-
nes. Dauðar skeljar hafa fund-
izt við Norður-, Vestur- og Suð-
urland. Þessa skel höfum við
fundið lifandi hér við Eyjar,
eins og greint er frá í 2. útgáfu
Skeldýrafánunnar, um samlok-
ur í sjó.
6. Bugðukesja (Cuspidaria sub-
torta). Þessa skel telur Ingimar
Oskarsson sjaldgæfa. Hefur áð-
ur fundizt á einum stað við aust-
urströndina austur á Reyðar-
firði. Aður talinn fundinn við
suðurströndina, en þó virðist á
huldu um það. Þessa skel fund-
um við fyrir þrem árum á þil-
fari vélbáts, scm þá hafði veitt
með dragnót suðaustur af Bjarn-
arey, eftir því sem við komumst
næst. I henni var lifandi skel-
fiskur. Svo að það er víst, að
tegund þessi lifir við Eyjar.
7. Bugnisskel. Fst.: Vm.
8. Búldusystir. Fst.: Vm.
9. Bylgjuskel (Mysia undata). Arið
1952, er fyrri útgáfa Skeljafán-
unnar I kom út, hafði bylgju-
skel ekki fundizt við Island, svo
að vitað væri. Fyrsta skelin
fannst síðar í skeljasandi, er
fluttur var í land handa sem-
entsverksmiðjunni á Akranesi.
Síðan mun hún hafa fundizt víð-
ar.
Hér í Vestmannaeyjum fundum
við skel þessa inni í Botni, hægri skel
með gati eftir Natica (Meyjarpatta),
kuðung, sem aflar sér fæðu með því
að bora gat á skeljar og sjúga í sig
skelfiskinn á þann hátt. Hvergi hef
ég séð náttúrufræðingana okkar geta
um stærri bylgjuskel. Hún er 21 mm,
kjörgripur mikill, sem geymdur er á
safninu okkar. Ekki er mér kunnugt
um, að þessi skel hafi nokkurs stað-
ar fundizt lifandi hér við land. Ef
ég man rétt, var skelin, sem fannst í
skeljasandinum á Akranesi 8,5 mm
að stærð.
10. Dorraskel. Fst.: Vm.
11. Drafnarskel. Fst.: Suðvestur-
hafið.
12. Drummaðkur. Fst.: Vm.
13. Dvergtodda. Fst.: Suðvesturhaf-
ið.
14. Dökkhadda. Fst.: Vm.
15. Eggertsdiskur. Fst.: Vm.
16. Flekkudiskur (Pecten tigerinus).
Þennan skelfisk höfum við fund-
ið lifandi hér við Eyjar. Það var
áður vitað, að hann fannst lif-
andi suður af Grindavík og á
Síðugrunni og á einum stað við
norð-vesturströnd landsins. Þessi
tegund er margbreytilegri að lit-
um en aðrar diskategundir hér
við land. Þess sjást glögg dæmi
á Náttúrugripasafninu okkar,
hversu litirnir eru fjölbreytileg-
ir og fagrir.
17. Ferjuskel (Cochlodesma prae-
ténue). Aður var þessi skel
sögð finnast lifandi á þrem
stöðum í Faxaflóa. Hvergi getið
um hana annars staðar. Nú er
vitað, að hún lifir hér við Eyj-