Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 221
B L I K
219
Ingimars Óskarssonar, náttúrufræð-
ings, sem hefur ávallt verið reiðubú-
inn að veita okkur fræðslu og hjálp
og okkur ómetanleg hjálparhella við
starfið. Yið færum honum hér með
okkar alúðarfyllstu þakkir. Öll þjóð-
in stendur í þakkarskuld við þennan
fórnfúsa náttúrufræðing og mann-
kostamann.
I
NÁTTÚRUGRIPASAFN
EYJABÚA
A. Samlokur í sjó
Fyrri útgáfa af Skeldýrafánu ís-
lands I (samlokur í sjó) eftir Ingimar
Óskarsson, náttúrufræðing, kom út
1952, en síðari útgáfan 1964.
Ég býst við að fullyrða megi, að
þessi litla bók hafi markað mikil-
vægt spor. Gefinn hefur verið meiri
gaumur að skeldýralífi sjávarins en
áður, og svo allt auðveldara um þá
fræðigrein með þessa ágætu hand-
bók til afnota. Okkur hér varð hún
grundvöllur að sérstöku fræðslustarfi
og tómstundastarfi, sem margur
unglingur hér hefur notið góðs af á
margvíslegan hátt á undanförnum
árum. Með þessa bók í höndum
stofnuðum við í Gagnfræðaskólan-
um skeljaklúbba, sem unnu að söfn-
un og rannsókn skelja, eftir því sem
efni stóðu til, og satt að segja höfum
við í þessu starfi okkar orðið margs
fróðari um skeljar og kuðunga, sem
eltki var áður vitað, svo að við þykj-
umst hafa aukið eilitlu við náttúru-
fræði landsmanna, þó að það þyki
ef til vill drýldni að segja þetta, þeg-
ar aðeins ég og nemendur mínir eiga
í hlut.
Við berum saman báðar þessar út-
gáfur, og í ljós kemur, að höfundur-
inn veit ýmislegt meira um skeljalíf-
ið í kringum Eyjarnar 1964, en þeg-
ar hann lét fyrri útgáfuna frá sér
fara. Við fullyrðum, að meginið af
þeirri auknu fræðslu hefur hann
fengið frá okkur í skeljaklúbbum
Gagnfræðaskólans.
Við köllum þetta starf okkar rann-
sóknarstarf, enda þótt okkur sé það
Ijóst, að „það er stórt orð Hákot", —
það er stórt orð í huga vísindamanns
ins orðið rannsókn, og við vonum, að
enginn þeirra, sem kynnu að lesa
þessa grein mína, hneykslist. Við
sjáum, að Ingimar Óskarsson hefur
ekki þótzt upp úr því vaxinn að taka
staðreyndir okkar til greina og birt
þær í nýju útgáfu Skeldýrafánunnar
(1964). En af því að þetta eru okkar
eigin vísindi, mín og nemenda
minna, þá langar mig að biðja Blik
að geyma niðurstöður okkar handa
seinni tíma mönnum. Einhverjir
þeirra kynnu að láta sér koma til
hugar að sinna fræðslu um þessi dýr
sjávarins, sem við getum með réttu
fullyrt, að skapi ekki lítilvægar und-
irstöður atvinnulífsins hér í Vest-
mannaeyjum. Margir okkar ágæt-
ustu nytjafiska lifa að miklu leyti á
þessum lindýrum í sjónum, skelfisk-
um og kuðungasniglum, svo sem ýs-
an og flestar flatfiskategundirnar.
Hætt er við, að þessir fiskar færu