Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 11
B L I K
9
S. Surbeck rak útgerð konungs í
Eyjunum með takmarkalausum
kvöðum og látlausum kröfum um
vinnuafl sjómanna og bænda fyrir
lítið og ekki neitt í aðra hönd, —
kúgun, ofbeldi, rangsleitni, fjár-
plógsstarfsemi, sem hvergi í landinu
varð betur við komið en hér í Eyj-
um sökum einangrunarinnar. Þessi
danski valdamaður ríkti hér til
1582, en þá var hann tekinn að
ganga á hlut sjálfs konungsins til
eigin hagsbóta í verzlunar- og út-
gerðarrekstri. Var hann þá svift-
ur umboðsvaldinu. En ekki tók
betra við gagnvart Eyjabúum. Frá
1582 fram til aldamótanna urðu
fjórir menn umboðsmenn konungs
valdsins í Eyjum, hver eftir annan.
Tveim árum áður en hin eiginlega
einokunarverzlun breiddi hramma
sína yfir allt landið, voru Vest-
mannaeyjar leigðar sérstaklega eða
árið 1600.
Um verzlunarhagi í Vestmanna-
eyjum síðari hluta 16. aldarinnar
segir sagnfræðingurinn Jón Aðils:
„Hafði Símon (Surbeck) eða um-
boðsmenn hans í eyjunum þyngt svo
kvaðir og gjöld á mönnum, að eyja-
skeggjar fengu varla undir risið, og
verzlunarhagir voru hinir þungbær-
ustu. Erlend nauðsynjavara var seld
rándýrt, en afurðir landsmanna tekn-
ar með afföllum, og hótað fjötrum
og fangelsi, ef menn reyndu að
krækja sér í eitthvert lítilræði hjá
Englendingum, sem buðu margt við
vægu verði, svo sem færi fyrir 6
fiska, eða jafnvel stundum fyrir eina
sjóvettlinga, og annað þessu líkt".
Ekki var annað fyrir, en að Eyjarnar
mundi leggjast í eyði, ef þessu héldi
fram.
Oskaplegt hatur ríkti með mörg-
um Eyjabúum gegn hinum dönsku
ofbeldisseggjum og fjárplógsmönn-
um. Tár og kveinstafir þrautpínds al-
mennings hrópuðu í himininn. Sum-
ir urðu hamstola af heift og hefndar-
hug, svo að handalögmál hlutust af
og stundum jafnvel líftjón.
Þegar svo til Eyja fluttust prestar,
sem annast skyldu sálusorgun hins
sárþjáða og þrautpínda fólks, hlusta
á kvein þess og klaganir, vita nauð
þess annars vegar og sjá hins vegar
blóðsugurnar eflast að auði og völd-
um á kostnað hinna vesælu sóknar-
barna, skipti stundum í tvö horn um
framferði prestanna gagnvart kaup-
mönnum og umboðsmönnum kon-
ungsvaldsins. Fór sú framkoma að
sjálfsögðu eftir skaplyndi prest-
anna, hyggjuviti og andlegri heilsu,
ef svo mætti segja. Stundum kom það
fyrir, að prestarnir tóku óstinnt upp
hanzkann fyrir landsmenn, gerðu
kaupmönnum flest til skapraunar
og æstu fólkið upp til mótþróa gegn
þeim, enda þótt slíkt framferði bitn-
aði sárast á prestinum sjálfum og
skjólstæðingum hans, sóknarbörnun-
um. Flestir prestanna ráðlögðu þó
fólkinu að beygja sig í auðmýkt fyrir
valdinu, treysta guðdóminum til
hjálpar sér og draga úr sárasta svið-
anum með fyrirbænum og áköllun-
um. Sumir prestanna tóku jafnvel
óbeint upp varnir fyrir einokunar-