Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 28
26
B L I K
og kæmi eitthvað fyrir einhvern
þeirra, eitthvert slys eða háski, kom
upp í hugann mynd bátsins og
mannanna á honum — því að þetta
voru allt vinir okkar, bátur og menn.
Að öllu þessu leyti má e. t. v.
segja, að Sigríðar-strandið sé hlið-
stætt öðrum sjóslysum, hvað bátinn
snerti — hann var okkur jafnkunn-
ur og aðrir bátar og ekkert fremur.
En hitt atriðið, sem einkum gerir
atburð þennan minnisstæðan, er
björgun mannanna og með hverjum
hætti hún varð. Um þann atburð
sveipaðist hetjuljómi, sem hlaut að
grópast djúpt í vitund ungra drengja.
Og sannarlega var það ekki að
ófyrirsynju, því að þarna var unnið
reglulegt hetjuverk, sérstætt, ógleym-
anlegt — mér liggur við að segja:
óskiljanlegt.
Við skulum bregða okkur í hug-
anum aftur til ársins 1928. Mánu-
daginn 13. febrúar voru flestir Eyja-
bátar á sjó. Framan af degi var veður
dágott, en er á daginn leið, gerði
vonzkuveður með mikilli fann-
komu og dimmviðri. Undir kvöldið
mátti segja, að komið væri fárviðri.
Voru bátarnir að tínast inn fram eft-
ir kvöldinu, en mörgum gekk illa að
ná landi, bæði vegna veðurhæðar og
— ekki síður — dimmviðris. Veitti
björgunarskipið „Þór" nokkrum
þeirra aðstoð.
Seint um kvöldið höfðu allir bát-
arnir náð landi nema einn. Var það
v.b. Sigríður Ve. 240, 12 lesta bát-
ur, með 30 ha. Alfavél. Báturinn
var byggður í Hafnarfirði og keypt-
ur til Eyja 1921. Formaður var Eið-
ur Jónsson, ungur maður, harðdug-
legur og sótti sjóinn af kappi.
Tekið var að óttast um bátinn, en
litlar ráðstafanir hægt að gera
vegna myrkurs og blindhríðar, en
þó mun Þór hafa leitað, eftir því
sem föng voru.
Leið svo af nóttin í algerri óvissu
um afdrif báts og áhafnar.
Víkur þá sögunni um borð í Sig-
ríði.
Síðari hluta mánudagsins hélt hún
heimleiðis af miðunum og tókst að
berja upp undir Eyjar í stórsjó, ofsa-
roki og fannkomu. Vissu bátverjar
ógjörla, hvar þeir voru staddir, en
grilltu þó land, sem þeir töldu vera
vesturströnd Heimaeyjar. Var þetta
rétt ályktað, því að þeir voru út af
Blákróksurð undir Ofanleitishamri.
Sáu þeir togara rétt hjá sér og eygðu
nokkur ljós, enda var algengt að er-
lendir togarar leituðu vars undir
Hamrinum í austanveðrum. Töldu
þeir félagar á Sigríði öruggt að
halda sig í nánd við togarann, þótt
illa eða ekki sæist til lands. Þarna
var talsvert var fyrir veðurofsanum,
en brimsúgur allmikill.
Þóttust þeir félagar hólpnir að
hafa komizt þarna í var, en illt þótti
þeim að sjá fram á útilegu a. m. k.
næturlangt — og þóttust hafa fengið
nóg af slíku í bili, bæði fyrir sjálfa
sig og þá ekki síður vegna ástvin-
anna, er heima biðu milli vonar og
ótta.
En þá er að segja frá því, að
tveim dögum áður, laugardaginn