Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 46
44
B L I K
Löngu eftir þessar sýningar L.V. á
„Ævintýri á gönguför'' og „Apakett-
inum", lifðu á vörum bæjarbúa
söngvar úr nefndum leikritum. Voru
þeir sungnir alls staðar, í tíma og
ótíma. Enn í dag heyrir maður lög-
in hljóma í eyrum sér, sígild og fög-
ur, því að enn er a. m. k. „Ævintýr-
ið" á ferðinni þótt „Apakötturinn"
sé það sjaldnar, og minna menn eitt-
hvað svo notalega á þessi fyrstu
verkefni L. V. Lögin minna á per-
sónurnar, sem hinir liðnu leiklistar-
meistarar Eyjanna mótuðu óafmáan-
lega í hugskot fólksins. Eg persónu-
lega minnist bezt úr „Ævintýrinu"
þess atriðis, er Olafur Ottesen söng,
ásamt Guðjóni Jósefssyni, á nætur-
sviðinu þegar Skrifta-Hans ætlaði
að smeygja sér gegnum gluggann:
Hér er enginn maður
Hans minn, vertu hraður,
allir blunda rótt o. s. frv.
Og svo söngur Skrifta-Hans um
kærustuna, sem hann ætlar að eign-
ast:
Ég vil fá mér kærustu
sem allra allra fyrst,
en ekki verður gott að finna hana...
Þeir Guðjón og Ólafur sungu báð-
ir mjög vel, svo eðlilega og ná-
kvæmlega í samræmi við atriði
leiksins og persónurnar, að söngur
þeirra hlaut að þrengja sér innst í
hug áheyrandans og varðveitast þar
um áraraðir.
Þá var hann og ekkert viðvanings-
legur söngur ungu stúlknanna í
„Ævintýrinu":
Nei, sko frænda, fljótt hann gekk;
fylgjast með honum gestir tveir ...
En þegar Vermundur söng inn í,
fékk fólk ósjálfrátt óbeit á persón-
unni, sem Arni Gíslason túlkaði svo
meistaralega vel. Þetta hreif fólkið,
og þegar svo Krans (þ. e. Petersen),
birtist á sviðinu og söng, þá var tólf-
unum fyrst kastað. Þetta var allt svo
dásamlegt, ógleymanlegt. Lögin voru
svo fögur og auðlærð, að allir kunnu
þau strax eftir fyrstu og aðra sýn-
ingu. Það skal tekið fram, að fjöldi
fólks fór tvisvar og jafnvel þrisvar til
að sjá t. d. „Ævintýrið". Þess voru
jafnvel dæmi, að þegar lokasöngur
„Ævintýrsins" var sunginn, tóku
áheyrendur fram í sal undir og
sungu með, svo að allt var einn
syngjandi lokasöngur: „Vort Ævin-
týri er á enda leikið senn". Eldra fólk
í Eyjum hafði þá á fyrstu árum L. V.
vart lifað yndislegri skemmtismndir.
Áttræðir menn muna enn þessar
frumsýningar, sem þær hefðu farið
fram í gær. Þær eru þeim með öllu
ógleymanlegar. Af viðtali við slíka
menn er ofanritað samið.
Georg Gíslason starfaði við þessa
sýningu, var hvíslari, og mundi vel
þessa frumsýningu L. V.
Þar með var starfsemi L. V. haf-
in, — starfsemi sem allt til þessa
dags hefur stuðlað að því að kynna
Eyjamönnum um hálfrar aldar skeið