Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 182
180
B L I K
Vorið 1916 hófst síðan Björn
skólastjóri handa um byggingar-
framkvæmdirnar og vann þar öðr-
um þræði sjálfur, þegar honum
hentaði það, sérstaklega að innbún-
aði hússins, 1917, en hann var smið-
ur að námi og eðlisfari og þess
nutu Eyjabúar við byggingarfram-
kvæmdirnar. (Sjá 5. kafla fræðslu-
sögunnar hér í ritinu).
Einn þeirra nemenda, sem lauk
kennaraprófi við Kennaraskóla Is-
lands vorið 1913, var Jónína Guð-
ríður Þórhallsdóttir. Hún fæddist í
Reykjavík 29. jan. 1891. Á bernsku-
og æskuskeiði kom í Ijós, að hún var
gædd miklum námsgáfum og náms-
hug. Af sjálfsdáðum og dugnaði
lagði hún út á námsbrautina, þótt
efnalaus væri, og náði í mark vor-
ið 1913. Um haustið s. á. gerðist
Jónína G. Þórhallsdóttir heimilis-
kennari í Vestmannaeyjum hjá Arna
Filippussyni í Asgarði. Jafnframt
hafði hún á hendi tímakennslu við
barnaskóla Vestmannaeyja. Haustið
eftir (1914) var hún ráðin fastur
kennari við barnaskólann og hélt
þeirri stöðu næstu 5 árin eða þar til
hún fluttist úr Eyjum.
Þau Björn skólastjóri og Jónína
kennslukona felldu hugi saman og
giftust 30. apríl árið 1915.
Þesssi mikilsvirtu og mætu skóla-
stjórahjón önnuðust síðan í sam-
einingu forustuhlutverk sitt í skóla-
málum Vestmannaeyinga næstu 5
árin. Þar gátu þau sér vináttu og
góðvilja ýmissa góðborgara, sem
mátu starf þeirra og mannkosti.
Nefni ég þar sem dæmi Árna Filipp-
usson og fjölskyldu, Pál Bjarnason,
ritstjóra (síðar skólastjóra), Gísla J.
Johnsen kaupm. og útgerðarmann,
Sigurbjörn Sveinsson kennara og
rithöfund og bóndahjónin á Kirkju-
bóli, Guðjón Björnsson og Olöfu
Lárusdóttir.
Þegar Björn skólastjóri hafði náð
því marki, að fá fullgert nokkurt
húsnæði í nýja skólahúsinu, stofnaði
hann til unglingafræðslu í Vest-
mannaeyjum.
1. okt. 1918 var t. d. barnaskóli
Vestmannaeyja settur með 220 nem-
endum. Jafnframt setti skólastjóri
unglingaskóla Vestmannaeyja með
32 nemendum og stýrimannadeild
með 8 nemendum. Sú deild var að
nokkru leyti í nánum tengslum við
unglingaskólann, hluti af honum,
þar sem námsgreinir og námsefni
fór saman. Markmiðið með deild
þessari var að hvetja unga menn í
Eyjum til þess að sækja sjómanna-
skólann í Reykjavík og létta þeim
námið þar. Björn skólastjóri sá sí-
aukinni vélbátaútgerð í Eyjum mikla
nauðsyn á vaxandi sveit manna, sem
kunni til skipsstjórnar.
A styrjaldarárunum átti Björn
skólastjóri oft í miklum erfiðleikum
um rekstur barnaskólans sökum
eldsneytisskorts, þar sem flutningur
kola til landsins var mjög takmark-
aður og þau í gífurlegu verði. Þessi
eldsneytisskortur bitnaði einnig á
þessum vísi hans að unglingaskóla í
sveitarfélaginu.
Sumarið 1919 sat Björn skóla-