Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 35
B L I K
33
aðar hrófveizlur), haldnar í sláttar-
byrjun, — laugardaginn í 13. og 14.
viku sumars, því að undantekningar-
laust voru þær haldnar á laugardegi.
Ollum hásetum, sem til náðist,
höfðu áður verið gerð boð að mæta
fram í „Sandi" síðdegis hinn tiltekna
dag, — og þótti flestum það hinn
mesti gleðiboðskapur. Ekki var það
þó af því, að fyrirhafnarlaust væri
að koma stórskipunum upp á grös,
sízt þar sem „gljáin" var breið og
blaut, eins og víða er í Landeyjunum
og undir Fjöllunum. I Mýrdalnum
hins vegar er leiðin stutt.
Eg mun varla hafa verið meira en
5—6 ára, þegar ég kom í fyrstu upp-
dráttarveizluna. Að minnsta kosti er
mér það minnisstætt, að ég var girt-
ur á hestinn og þótti lítil virðing að.
En allt var tilvinnandi til þess að fá
að kynnast nýjungum. En hvers
vegna fékk ég að fara svona langt,
alla leið ofan af Merkurbæjum og
austur í Holtsvarir? Ástæðan var
víst sú, að faðir minn átti hálfan hlut
í skipinu, sem draga átti upp og varð
því að leggja til hest eða hesta hvort
eð var. Þetta skip var einn af gömlu
áttæringunum, sem þá munu hafa
verið að hverfa úr sögunni.
Fátt man ég úr veizlunni, nema
hvað mér blöskraði, hvað karlarnir
voru sterkir, að geta ráðið við svona
stórt skip, — og hve háværir og kát-
ir þeir voru um kvöldið, þó að þeir
ætu vel og drykkju mikið kaffi.
Reyndar sá ég, að þeir helltu ein-
hverju í það, öðru en mjólk, en boll-
inn valt þá líka stundum um koll
3
Agúst Arnason, kennari.
(Sjá grein um hann í Bliki 1963).
um leið. Fyrir það var ég vanur að
fá ákúrur heima, en þeir hlógu bara
því meira.
Fyrst, þegar ég man vel eftir, var
uppdrættinum hagað þannig, að 8
hestar voru ætlaðir undir hvert skip,
— f jórir undir hvorn enda. Löng og
sterk tré voru lögð undir kvið hest-
anna og bundin upp yfir reiðingana.
Síðan var skipið lagt á hliðina eða
því hvolft ofan á trén milli hesta-
raðanna. Til þess burðar voru valdir
mestu stólpagripirnir og dugði
stundum ekki til. Oft ofreyndust ein-
hverjir þeirra, svo að þeir biðu þess
aldrei bætur. Síðar komust menn
upp á miklu betri og áhættuminni
aðferð við þetta verk. Þá voru not-
aðir fjórir hestar og einungis undir
öðrum endanum (afturenda). Tré
var þá bundið þvers yfir skipið um