Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 15
B L I K
13
hjónunum tvær vinnukonur þeirra
og e. t. v. fleira þjónustufólk.
A heimili prestshjónanna dvaldist
aldraður maður, sem fyrrum hafði
verið skipstjóri í Eyjum, segir sögn-
in, en var nú próventukarl hjá prests-
hjónunum, þverlyndur og mótþróa-
gjarn, og vildi ógjarnan lúta boði
eða beiðni annarra. Hefur líklega
verið því vanari, að aðrir lytu hans
boðum. Þessi aldraði maður hét
Snorri Eyjólfsson. Hann varð þess
valdandi með þvermóðsku sinni og
sjálfbirgingi, að ræningjarnir fundu
dvalarstað prestsfjölskyldunnar, og
hún sætti fyrir bragðið hinum öm-
urlegustu og hörðustu örlögum.
Nóttin milli 16. og 17. júlí leið
þarna í hellinum við frumstæðan
aðbúnað, raka í veggjum og svalt
sjávarloftið, sem lék óhindrað um
hellinn, — ótti og ömurleiki, angist
og skelfing.
Svo rann upp örlagadagurinn
mikli 17. júlí. Þann dag stigu ræn-
ingjarnir á land á Ræningjatanga.
Síðari hluta dagsins eða undir kvöld-
ið sigldu svo ræningjaskipin inn á
ytri höfnina í Eyjum. Þá gátu „hell-
isbúarnir" fylgzt með öllu, sem átti
sér stað í kringum skipin og á þilfari
þeirra án þess að þeir sæust.
En próventukarlinn Snorri Eyj-
ólfsson undi illa í hellinum, taldi
slíkan feluleik fyrir neðan virðingu
sína og ósamrýmanlegan fortíð hans.
Hann hélt sig því á þaki hellisins eða
í nánd við hann. Þar komu ræningj-
arnir auga á hann. Þá var ekki að
sökum spurt. I hellisþakinu var rauf.
Allt í einu veitti fólkið því eftirtekt,
að blóð lak niður í hellinn um rauf
þessa. I Ijós kom, að ræningjarnir
höfðu þegar myrt gamla manninn
þarna á hellisþakinu og það var blóð
hans, sem nú lak niður um þakrauf-
ina. Ekki þurftu ræningjarnir lengi
að leita til þess að finna hellismunn-
ann.
Frá þeim hörmulega atburði segir
í Tyrkjaránssögu á þessa lund:
„Þann 18. dag julii voru illvirkj-
arnir uppi með sólu að gagnleita um
eyna, um fjöll og byggðir, og fluttu
þá enn fólk til skipanna. En í fyrstu,
þá varð vart við ófriðinn, flýði sá
annar prestur, sem var það merkilega
skáldmenni séra Jón Þorsteinsson,
burt af sínu heimili Kirkjubæ i urð
nokkra undir einum hamri í helli
einn með sinni kvinnu Margrétu og
dóttur og syni, ásamt öðru heim-
kynni og hjúum. Og sem hann var
þar kominn, Ias hann og prédikaði
fyrir sínu fólki og huggaði það. Síð-
ast las hann litaniuna.* Á meðal
þessa fólks var einn, sem var pró-
ventumaður. Sá hét Snorri Eyjólfs-
son. Hann vildi ekki inn ganga í
hellinn, heldur var hann sífelldlega
úti fyrir hellisdyrunum, þó séra Jón
honum inn skipaði. Og innan stund-
ar gekk prestur fram í hellinn. Sá
hann þá, hvar blóðlækir runnu inn
um hellisþakið. Gekk prestur þá út
og sá, hvar Snorri Iá höfuðlaus fyrir
* Ákall til guðs um vernd og frels-
un. Við guðþjónustur er litanian höfð
að víxlbæn milli prestsins og safnaðar-
ins ( söngflokksins).