Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 105
B L I K
103
þessu veldur vafalaust,
viðmót þeirra og blíða.
Til Jónasar Sigurðssonar frá
Skuld, sem var vökumaður Vest-
mannaeyjaradíós í 18 ár:
Fáum öðrum ertu líkur
í orði, hug og sjón,
gleðihrókur gæfuríkur,
gjörir engum tjón.
Aldrei varstu meðalmaður,
mæddur fáa stund;
sigurviss og sigurglaður,
sóknarhörð er lund;
stæltur, ör og starfahraður,
styrk er öðlings mund;
flestum betri samstarfsmaður
símans ...
Addi á Grund.
Og svo minnist Árni stundum
í Ijóði yndisstundanna í Uteyjum:
Þá lagt skal upp til lunda
í langa veiðiför
til frjálsra fjallastunda,
er fleyi ýtt úr vör.
Oss útilífið lokkar,
þá Ijómar ey og sær,
og innst í huga okkar
er endurminning kær.
Þar er oft kátt í kofa
um kvöld við sólarlag,
þá lífsins sorgir sofa
og sveinar taka lag.
Þá streymir hlýja um hjarta
við hægan öldunið,
er haf og himinn skarta
í hljóðrar nætur frið.
Við látum þetta nægja hér, en
munum birta meira af ljóðum Árna
Árnasonar annars staðar í ritinu.
Byggðarsafnsnefnd Vestmanna-
eyja varð til 1952. Hún hefur starf-
að ötullt síðan. Hún var, þar til
Á. Á. féll frá, skipuð 5 mönnum.
Vestmanneyingafélagið Heimaklett-
ur átti frá upphafi tvo fulltrúa í
nefndinni. Annar þeirra var Árni
Árnason. Með sanni má segja, að
þar var réttur maður á réttum stað.
Árni starfaði þar af miklum áhuga,
fórnfýsi og getu, meðan heilsan
leyfði, glöggur á söguleg gildi og
menn, þegar t. d. unnið var að ljós-
myndaskýringum. Byggðarsafn Vest-
✓
mannaeyja var Arna metnaðarmál
samtvinnað hlýhug hans eða ást á
menningu og sóma byggðarlagsins
og góðvild og virðingu fyrir því
fólki, er hér býr. Ekkert særði meir
tilfinningalíf Árna en það, ef hann
varð var við hirðuleysi eða tómlæti
ráðandi manna hér um þessi menn-
ingarmál öll.
Við, sem vinnum enn í Byggðar-
safnsnefndinni, söknum vinar í
stað og verlega góðs og hugljúfs
starfskrafts, þegar Árni Árnason er
horfinn okkur.
Árni Árnason var félagslyndur
maður í eðli sínu og skyldurækinn
í félagsskap. Hann var félagsmaður
ýmissa félaga í þessum bæ. Á sínum
tíma beitti hann sér fyrir stofnun
félags bjargveiðimanna í Vest-
mannaeyjum og var formaður þess
frá stofnun. Hann mun hafa lokið