Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 119
B L I K
117
>
Gamla Goodtemplarahúsið hér, sem kallað var „Gúttó" manna á milli. ÞaÖ stóÖ á
Mylnuból, þar sem Samkomuhús Vestmannaeyja stendur nú. Myndin var tekin í
ágúst 1924. Þá kom hingaÖ til Eyja norskur söngkór, Handelstandens Sangforening,
frá Osló. — Blaðið Þór segir svo frá þessum norsku gestum: — „Þeir voru velkomnir
gestir hér, enda komu þeir svo vel fram að öllu leyti, að til þess verður lengi tekið.
Þeir hyrjuðu með því aÖ syngja í Nýja Bíó, er þeir stigu á land hér á leið til Reykja-
víkur, og eftir sönginn í Nýja Bíó, sungu þeir nokkur lög úti.. . Dáðust menn al-
mennt að söng þeirra, enda var það ekki af ástceðulausu. Söngmennirnir voru mjög
ánœgðir yfir för sinni til Islands, enda fengu þeir veður hið ákjósanlegasta og mót-
tökur ágcetar".
2—2Vz alin hærra en gólfflötur
áhorfendasalsins, með kjallara undir,
sem fyrr segir. Mjög þessu líkt leit
húsið Gúttó út, er það var rifið 1936
og núverandi Samkomuhús Vest-
mannaeyja reist á hinum gamla
Mylnuhól, sem allur var sprengdur
niður, og út frá honum til allra
hliða. Arið 1906 var gamla Gúttó
tryggt fyrir eldsvoða og segir í trygg-
ingarbeiðninni, að húsið sé notað til
almennra funda, fundahalda Góð-
templarareglunnar, fyrir tombólur,
dansleiki, sjónleiki, grímudansa o.
fl. Þar sé ekkert eldstæði, en þó sé
þar stundum hitað kaffi við ýmis
tækifæri. Tryggingarbeiðni þessi
var skrifuð 21. okt. 1906. Þá er
eldhúsið ekki komið í húsið eins og
síðar varð, svo að eftir það hefur sú
breyting orðið á. Þar var síðan stór
og góð eldavél, skápar fyrir leirtau
og önnur eldhúsáhöld.
í blaðinu Fjallkonan segir svo
um Gúttó í nóv. 1890:
„Góðtemplarahúsið í Eyjum er
byggt á Mylnuhólnum. Það er tólf
álna langt, 9 álna breitt og 4 lA alin
undir bita. Það er með járnþaki og
kjallara undir gólfi. Vegna féleysis