Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 22
20
B L I K
Fornu dæmin finnast mörg,
faðir, í stjórnan þinni,
að straffast mætti illskan örg,
en angruð hjörtun fengju björg,
meðan þau bót á bölinu öllu vinni.
Adam féll og Eva með,
út voru rekin bæði
döpur og hrygg með grátlegt geð,
guð minn hefur þá neyð ei séð,
en huggaði þau fyrir heilagt kvinnu sæði.
Lot með hryggð og hrædda sál
hlaut úr borg að rýma.
Senn tók rigna biki og bál, —
bjargaðist hann fyrir englamál, —
í litlum * guð minn vildi hann geyma.
Nói sá, að syndug þjóð
sökk í dauðans pínu.
Illa menn drap ógnaflóð,
en örkin honum skýldi góð.
Þannig hlífir himnafaðirinn sínum.
Pathrearkar þungum þrír
þrautum urðu að mæta.
Ymislega angrið býr,
en öllu guð í fögnuð snýr.
Með soddan móti sinna mein vill bæta.
Raunamædd yfir Rauðahaf
reika guðsbörn hlutu.
Herrann lét þeim hrökkva af,
en heiðna fólkið sökkva í kaf.
Rétttrúaðir náðar drottins nutu.
Góðir menn í gamal tíð,
guðs vors fólks dómendur,
við ótal margan illskulýð
urðu fáir að halda stríð,
trúin vann meir en hreysti,
sverð eða hendur.
Móises með mæðu og sorg
í margan háska sveimar.
Herrann var hans hlífðarborg
og hjálparmúr yfir sjó og torg,
eins vill drottinn alla sína geyma.
Spámenn guðs hafa þunga þján
og þrautir haft að reyna,
foraktan og fjárins rán,
flótta, rekstur, háð og smán,
drottinn snéri því öllu í huggan eina.
Postular Kristi mættu með
mæðu allra handa.
Drottins menn með dapurt geð
dauðans ógn hafa tíðum séð,
þó lét guð þeim háskann öngvan granda.
Davíð var fyrir syndasút
sorgarbundinn línu.
Tíðum vætti hann táraklút,
til þess drottinn leiddi hann út
með sinni náð frá samvizkunnar pínu.
Þvílíkt færðu fyrri menn
til frásagnar í letri.
Mér og öðrum eins ber enn
ástverk guðs að prísa þrenn.
Þakklát hjörtu hrósast hinum betri.
Annála má nýja náð
nú svo margir fregni,
þá ein sérleg dyggð og dáð,
drottins verk og hjálparráð
frelsar yfir manns skilning og megni.
Þannig hefur guð hirt og þjáð
hreintrúaða forðum
og innilega að þeim gáð,
aftur huggað strax með náð,
svovottar hann sigvið oss enn í gjörðum.
Kraftaverkin drottins dýr
eru daglega fyrir sjónum,
hryggðin stærst, þá hjartað býr,
henni guð í fögnuð snýr.
Margan frelsar manninn svo úr raunum.
* Orðið er óskiljanlegt í þeim hand-
ritum, sem ég hef séð. — Þ. Þ. V■
Jónas þegar skilja skal,
skipsfarar sér beiddi,