Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 184
182
B L I K
Skólastjórahjónin settust að í
Hjarðarholti full vona og eftirvænt-
ingar, hugsjónahreif og bjartsýn.
Tímarnir voru hinir erfiðustu;
heimsstyrjöld nýlokið; lýðháskóla-
hugsjónin lítt þekkt hér á landi og
opinberir styrkir henni til fram-
dráttar óhugsandi. En skólastjóra-
hjónin trúðu á hugsjónina og unga
fólkið, guð og gæfuna, lánið og lið-
semd meðbræðranna í fórnfúsu
menningarstarfi sínu. Skólastjórinn
átti líka frændur í Laxárdal, sem
vildu honum vel. Allt lék í lyndi
fyrst í stað, þótt engir væru þar
gildir sjóðir.
Samhliða fræðslustarfinu var
haldið uppi félagslífi í skólanum og
öflugri ungmennafélagsstarfsemi í
byggðinni. Hjarðarholt varð brátt
miðstöð sveitarinnar í menningar-
legu tilliti. Þar voru leiksýningar,
héraðssamkomur og söngæfingar.
Stefán skáld frá Hvítadal var au-
fúsugestur í Hjarðarholtsskólanum.
Hann orti og þýddi kvæði við lög,
sem nemendur æfðu og sungu. Skóla-
stjórinn orti einnig kvæði eða þýddi
í sama tilgangi. Einn hlustandinn
hefur tjáð mér, að eftirminnilegust
sé sér ein stund í skólanum eftir
hartnær 40 ár. Sú stund var helguð
Hallgrími skáldi Péturssyni, trúar-
skáldinu og manninum. Persónu-
sagan var látin orka á sálarlíf til-
heyrendanna í anda lýðháskólans,
og skólastjórinn hafði sjálfur orðið.
En til þess að sameina hugina um
málefnið og verkefnið söng allur
hópurinn fyrst kvæði Matthíasar:
„Atburð sé ég anda mínum nær".
Sami áheyrandinn minnist göngu-
ferða nemendanna að vorinu með
skólastjóra í fararbroddi. Ain var að
ryðja sig. Skólastjóri nemur staðar
við ána og flymr tölu. Efnið er leys-
ingin — vorleysingin, — líka í
þjóðlífinu íslenzka. Atburðir sög-
unnar og fyrirbrigðin í ríki náttúr-
unnar eru sambærilegar hliðstæður,
sama aflið, „sem bærir vind og vog
og vakir í listanna heilugu glóð.”
„Allt vaknar, sem að vetrinum svaf,
er vorið kemur sunnan um haf;
og áin brýtur böndin af sér,
og brýzt um fast eins og sjóðandi
hver.”
En vinsældir skólastjórahjónanna
í Hjarðarholti og áhrifaríkt upp-
eldis- og menningarstarf nægði
vissulega ekki til þess að halda líf-
inu í alþýðuskólanum í Hjarðar-
holti. Fjárhagur var þröngur mjög,
gestanauð mikil og í engu sparað, að
sem bezt færi um alla, sem að garði
bar. Gestrisni skólastjórahjónanna,
manngæzka og höfðingslund nægði
skólanum heldur ekki til lífs. Þar
skorti afl þeirra hluta, sem skjóta
stoðum undir allt mannlegt framtak,
— fé og aftur fé. Þessa staðreynd
virtust vinir skólans og þeir sem
hans nutu í ríkum mæli, ekki skilja
eða gera sér grein fyrir. Þessar stað-
reyndir urðu skólanum að aldurtila.
— Sár voru þau vonbrigði hinum
fórnfúsa hugsjónamanni. Kaldur
veruleikinn var nístingskaldur.
Frá Hjarðarholti fluttust skóla-
stjórahjónin til Isafjarðar sumarið