Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 62
60
B L I K
konu sinni og ungum syni þeirra,
Olafi að nafni. A. L. Petersen, síma-
stjóri, flutti héðan 1920, alfarinn til
Reykjavíkur. Þá var Guðbjörg Gísla-
dóttir hætt leikstörfum. Sigurður
Jónsson, skósmiður, fluttur austur
á land, Þóra Vigfúsdóttir flutt o. fl.
Margt fleira orsakaði að draga fór
mjög úr starfsemi félagsins. Þó varð
vart örlítilla fjörkippa á vegum
þess, en sú starfsemi var harla lítil
og engin í samanburði við fyrri ára
störf.
Árin 1920/22 var orðin svo mik-
il mannfæð í félaginu að til vand-
ræða horfði. Þó voru enn að störfum
eða viðloðandi í félaginu þau Árni
Gíslason, Georg Gíslason, báðir yf-
irhlaðnir öðrum störfum, Ágústa
Eymundsdóttir, Guðjón á Strand-
bergi, Guðjón í Fagurlyst og
Kristján Gíslason. Hann var þó far-
inn að draga sig allmjög til baka
og lagði skömmu síðar leikstörfin
algjörlega á hilluna.
I ágústmánuði 1921 var tekið það
ráð að auglýsa eftir fólki til starfa
í félaginu. Það varð til þess, að því
bættust nokkrir nýliðar. Á fundi,
sem haldinn var í Frydendal um
haustið gengu t. d. í félagið systkinin
í Suðurgarði, þau Margrét og Sigur-
geir; Bergþóra Árnadóttir, Grund,
og maður hennar Jóhannes H. Long;
Stefán Árnason, lögregluþjónn; Páll
Scheving, Hjalla; Árni Árnason
(yngri), Grund, og sennilega fleiri.
Við þessa fjölgun í félaginu færðist
nokkurt líf í starfsemina og var á
nefndum fundi ákveðið að æfa upp
og leika sjónleikinn „Gráa frakk-
ann" eftir E. Bögh, sem lengi hafði
verið áformað að koma upp. En
varla hafði verið búið að skipa í
hlutverk í leikritinu fyrr en veik-
indi hömluðu frekari framkvæmd-
um. Guðjón Jósefsson veiktist og
aðrir erfiðleikar steðjuðu að. Var
þess vegna hætt við „að fara í"
„Gráa frakkann" að því sinni. Einn-
ig hafði verið áætlað að leika leik-
ritið „Tengdapabbi", eftir Geijer-
stam. Þar skyldi Guðjón leika hlut-
verk. Hr. Pumpendals. En þegar
hann var enn veikur, er æfingar
skyldu hefjast, leit ekki vel út með
leikritið, þareð ekki var öðrum til
að dreifa en nýgræðingum í þetta
vandasama hlutverk. Vandinn var
þó leystur með því að skipa í hlut-
verkið Stefán Árnason. Rétt síðar
hófust æfingar og allt gekk að ósk-
um. Leikfélagið þurfti aldrei að iðr-
ast þess að hafa valið Stefán í hlut-
verkið Pumpendahl til reynslu á
leikhæfni hans. Hann skilaði hlut-
verkinu með hinni mestu prýði. Það
var hans fyrsta en ekki hans síðasta
hlutverk hjá L. V. Má segja, að þá
hafi Stefán unnið glæsilegan stór-
sigur, sem hann hefur æ síðan hald-
ið í heiðri á vegum Thaliu, fram-
gangi L. V. til heilla. Annars voru
leikendur í Tengdapabba eftirtalið
fólk:
Pumpendahl: Stefán Árnason
Málarinn: Árni Gíslason
Fyrirmynd hans: Margrét John-
sen, Suðurgarði