Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 31
B L I K
29
kvaðst þess þegar albúinn að reyna
og hófst þegar handa.
Biðu félagar Jóns í ofvæni, með-
an hann fikaði sig ofar og ofar í
bjargið, sem þarna er nálægt 60
metra hátt. Er skemst frá því að
segja, að för Jóns upp hamarinn
gekk með ólíkindum vel. Ymsar frá-
sagnir eru til um atburð þennan, en
í raun og veru engin, sem ýtarlega
segir frá þessari einstæðu bjarg-
göngu. Kemur þar til tvennt. I fyrsta
lagi hafa félagar Jóns átt erfitt með
að fylgjast nákvæmlega með för
hans — og litu jafnvel oft undan —
og í öðru lagi hefur Jón sjálfur ver-
ið næsta þögull um atburð þennan.
Bæði er Jón manna lausastur við allt
yfirlæti, og svo er ekki óeðlilegt,
þótt honum sé lítið um það gefið að
flíka tilfinningum sínum og hugar-
ástandi meðan á þessari þrekraun
stóð.
Þó segir frá því í einni frásögu af
þessu, að eitt sinn hafi Jón misst fót-
anna ofarlega í bjarginu og hangið
á fingurgómunum einum, meðan
hann fann sér fótfestu á ný. En hvað
sem því Iíður, þá tókst Jóni að brjót-
ast upp bjargið, blautt og kleprað
af snjó, sjálfur blautur og dofinn eft-
ir kalda og ömurlega nótt. Og eftir
því sem næst verður komizt, kleif
hann bjargið á svo sem tíu mínút-
um.
Síðan kafaði Jón snjóinn austur í
bæ og gerði þegar aðvart um, hvern-
ig komið var, og hvar félaga hans
væri að finna.
Var tafarlaust gerður út björgun-
Jón Vigfússon.
arleiðangur og voru í hópnum van-
ir sigmenn. Var sigið niður til skip-
brotsmannanna og þeir síðan dregn-
ir upp bjargið, hver af öðrum. Gekk
björgunin ákjósanlega og þeir félag-
ar náðu sér allir furðufljótt eftir
hrakningana.
Jón Vigfússon, sem afrek þetta
vann, er fæddur í Vestmannaeyjum
22. júlí 1907, sonur hjónanna Guð-
leifar Guðmundsdóttur og Vigfúsar
Jónssonar, útgerðarmanns og for-
manns í Holti. Jón er í föðurætt
kominn af gamalli ætt Eyjamanna.
Var langa-langaafi hans Bergur
Brynjólfsson bóndi í Stakkagerði,
fæddur 1759. —■ Frá afa Jóns og al-
nafna, Jóni Vigfússyni bónda í Túni,
eru fjölmargir afkomendur í Eyjum,