Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 93
B L I K
91
Kirkjukór safnaðar Aðventista.
Aftari röð frá vinstri: Vignir Þorsteinsson, Þorsteinn Guðjónsson, fóhann Krist-
jánsson, Reynir Guðsteinsson, Arnmundur Þorbjörnsson, Engilbert Halldórsson,
Armann Sigurjónsson, Erlendur Stefánsson. — Fremri röð: Sigríður Kristjánsdóttir,
Solveig Hróbjartsdóttir, María ]. Helgadóttir, Elín Halldórsdóttir, Inga Haralds,
Klara Hjartardóttir, Asta Arnmundsdóttir, Bára Karlsdóttir, Elin Guðlaugsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Agnes Sigurðsson. — Sitjandi: Elías Kristjánsson,
söngstjóri.
Gluggar voru þrír og sneru í suður.
Hafa verið gerðar ýmsar stækkanir
og endurbætur á skólahúsnæðinu og
eru nú í því tvær kennslustofur og
rúmgott félags- og tómstundaheim-
ili. Barnaskólinn hefur ávallt staðið
opinn nemendum án tillits til þess,
hvort foreldrar þeirra hafa verið
meðlimir safnaðarins eða ekki.
Allmörg undanfarin ár hefur skól-
inn notið styrks frá bæjarsjóði og
nam sá styrkur árið 1964 kr. 40.000
Að öðru leyti er rekstur skólans
byggður á skólagjöldum, sem er kr.
150,00 fyrir barn á mánuði og svo
frjálsu framlagi safnaðarmeðlim-
anna.
Innan safnaðarins hafa starfað
ýmis félög. Ungmennafélag var
stofnað haustið 1924 og var fyrsti
formaður þess Magnús Helgason í
Engidal. Markmið félagsins var og
hefur alltaf verið m. a. að þjálfa
meðlimi sína í að koma fram og
flytja mál sitt í ræðum, ritgerðum,
upplestrum eða söng. Hefur félagið
gengizt fyrir fjölbreyttu samkomu-
haldi bæði fyrir safnaðarmeðlimina
og aðra. Síðan skólahúsið var stækk-
að, hefur öll aðstaða til félagslífs
stórbatnað og á vetrum eru að jafn-
aði námskeið í tómstundaiðju, hjálp
í viðlögum og ýmsu öðru, sem nyt-
samt er og þroskandi fyrir ungling-
ana. Söngkór hefur verið starfandi
við kirkjuna frá fyrstu tíð. Undir-
leikari hans og söngstjóri um langt
árabil hefur verið Elías Kristjánsson
frá Reykjadal.
A bernskuárum sínum lærði hann