Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 165
B L I K
163
um þær, annast efniskaup og útveg-
un vinnuafls o. s. frv., eftir því sem
hann taldi nauðsynlegt til þess að
geta hafizt handa um byggingu
skólahússins á næsta ári (1916).
Allt fór um byggingarfram-
kvæmdirnar að ósk og vilja Björns
skólastjóra, sem reyndist bæði lag-
inn um útvegun alla og ötull for-
vígismaður í byggingarframkvæmd-
unum sumarið 1916. Ollu efni var
ekið að á hestvögnum. Allri möl og
öllum sandi ók Finnur Sigmunds-
son í Uppsölum hér. Hann hafði þá
hestakstur að atvinnu. Langan tíma
úr sumrinu 1916 vann Finnur að
akstri þessum. Efnið var sótt í Botn-
inn. —
Finnur tjáir mér, að steypuna í
bygginguna hafi þeir hrært í ein-
hvers konar sívalningi, sem hreyfill
var látinn snúa. Isleifur Jónsson í
Nýjahúsi gætti vélarinnar og stjórn-
aði hræruninni. Einnig var vélin
látin draga steypuna upp í mótin.
Þetta mun hafa þótt meir en venju-
leg verktækni hér á þeim tímum og
hefur sparað hreppssjóði stórfé. Ef
til vill hefur Björn skólastjóri kynnzt
verktækni þessari á dvalarárum sín-
um í Danmörku.
Skólastjóra hafði tekizt að útvega
hreppnum lán, kr. 50.000,00, í
Sparisjóði Vestmannaeyja, þar sem
Gísli J. Johnsen var stjórnarformað-
ur og Arni Filippusson í Asgarði
stjórnarmaður og gjaldkeri. (Sjá
sögu sparisjóðanna í Vestmannaeyj-
um í Bliki 1963). Einnig fékk Vest-
mannaeyjahreppur fyrir atbeina
Björns skólastjóra og Gísla J. John-
sen lán í íslandsbanka, kr.
13.000,00.
Líklega mun nýja skólahúsið hafa
orðið fokhelt veturinn 1916—1917.
Og um vorið 1917 gerði skóla-
nefndin ráð fyrir að geta tekið nokk-
urn hluta skólahússins í notkun þá
um haustið. Var þá gert ráð fyir að
kenna þar 70—80 börnum, sem
skipt yrði í tvo hópa. Kennsla skyldi
fara fram annanhvorn dag hjá hvor-
um hópi til þess að spara eldsneyti,
því að kolaskortur svarf nú mjög
að og ekki sízt í Vestmannaeyjum á
styrjaldarárunum, svo að til vand-
ræða horfði um rekstur skólans.
Reynt var að brenna mó, sem þá
að sjálfsögðu var fluttur til Eyja,
líklega mest frá Stokkseyri.
Allt sumarið 1917 var unnið að
byggingunni. Sjálfur var Björn
skólastjóri smiður, hafði meira að
segja sveinsbréf. Hann vann megin-
ið úr sumrinu að skólabyggingunni,
sérstaklega að því að fullgera íbúð
handa sér og fjölskyldu sinni undir
súð í vesturenda byggingarinnar. I
þá íbúð gat hann flutt um haustið
1917. Næsta sumar (1918) vann
hann á sama hátt að því að fullgera
íbúð undir súð á austurlofti bygg-
ingarinnar. Þar skyldi verða íbúð
gcrð handa aðfluttum kennara við
skólann. Þar voru 4 gluggar á stafni
eins og myndin hér af skólahúsinu
vottar. I íbúð þessa flutti til dæmis
Sigurbjorn Sveinsson, rithöfundur
og skáld, er hann gerðist barnakenn-
ari í Eyjum haustið 1919.