Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 7
B L I K
5
Athugun á steini þessum leiddi
það í ljós, að hér var fundinn leg-
steinn, er reistur hafði verið á gröf
séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts,
er hinir afríkönsku ræningjar myrtu
17. júlí 1627, fyrsta daginn, sem þeir
frömdu mannránið mikla hér í Eyj-
um.
Sex dögum eftir að steinninn
fannst, eða 26. maí, var hann tek-
inn úr moldinni í samráði við þjóð-
minjavörð, sem þá var Matthías
Þórðarson, og fluttur niður í bæ.
Þar var hann hafður til sýnis al-
menningi í skrifstofu kaupfélagsins
Bjarma. Dagana 7. og 8. ágúst um
sumarið dvaldist þjóðminjavörður
hér í Eyjum. Var þá grafin gröf, þar
sem steinninn fannst. Hún var höfð
1x2,25 m. að ferhyrningsmáli. Þeg-
ar komið var 1 m niður í moldina,
fundust mjög fúnar leifar af kistu og
mannsbeinum. Kistan hafði verið
smíðuð úr eik. Talin var hún líkleg
til að vera kista séra Jóns píslarvotts.
Vottur örfúinna beina sást í eikar-
kistunni, en ekkert bein var svo heil-
legt, að lögun þess sæist. Helzt virt-
ist mega greina hægriframhandlegg.
Af höfði fundust engar leifar. Eftir
að kistan hafði verið hjúpuð hvítum
dúk, var hún aftur hulin moldu og
gröfin fyllt. (Sjá blaðið Þór 1924).
Ein heimildin segir, að fundizt
hafi tennur „úr mjög gamalli mann-
eskju" í gröfinni. Ekki geta þær hafa
verið úr séra Jóni, því að hann var
ekki nema 57 ára, er hann var veg-
inn.
Sjálfur ræddi ég um fund þenn-
an og gröfina við Gísla heitinn Lár-
usson í Stakkagerði sumarið 1928
eða 4 árum eftir að steinninn fannst
og gröfin var rannsökuð. Eg minnist
þess glögglega, að Gísli gerði mjög
lítið úr því, sem fundizt hafði af
jarðneskum leifum. Eg man einnig,
að Gísli tók það fram, að þeir hefðu
séð ljósa rák í moldinni, þar sem
þeir héldu gröf prests hafa verið.
Þeir ályktuðu, að hér væri um að
ræða leifar af ullarbandsborða, sem
legið hefði í kistunni hjá líkinu. Frá-
sögn Gísla finnst mér einnig trúleg-
ust, — ekki einungis sökum þess,
hve hann var sérlega glöggur mað-
ur, heldur einnig vegna hins, hve
jarðvegur er þarna rakur og rotsam-
ur.
Ymsir Eyjabúar skrifuðu um fund
þennan og töldu jafnvel, að forsjón-
in sjálf hefði með honum minnt
Eyjabúa á, að nú bæri þeim að minn-
ast rækilega séra Jóns Þorsteinsson-
ar, prestsins mæta, sálmaskáldsins og
píslarvottsins, er 300 ár væru liðin
frá því hann var veginn, sem sé eftir
þrjú ár (17. júlí 1927).
Einn var sá Eyjabúi, sem gerði
meira en ræða um þetta og skrifa
um fundinn. Það var Gísli J. John-
sen, útgerðarmaður m. m. að Breiða-
bliki. Hann hafði samráð við þjóð-
minjavörð um gerð á nýjum bauta-
steini til minningar um prestinn, en
gamli steinninn var fluttur í Þjóð-
minjasafnið í Reykjavík og er þar til
sýnis almenningi. Nýja steininn fékk
Gísli gjörðan í Reykjavík. Hann
gjörði Magnús Guðnason steinsmið-