Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 255
B L I K
253
prentunarkostnað að öðru leyti á
efni ritsins. Þannig greiddi bæjarsjóð-
ur einnig prentun á sögu Bókasafns-
ins, sem birtist x ritinu 1963.
Eg minnist skólanefndarfundar að
Breiðabliki. Þá starfaði skólinn þar.
Eg mæltist til þess, að skólasjóður
yrði látinn styrkja útgáfu Bliks um
300 krónur — segi og skrifa þrjú
hundruð krónur. Sú málaleitun mín
hlaut þrefalda neitun, og mér var
synjað um bókun á neituninni. Eftir
það afréð ég að krjúpa ekki oftar að
fótskör þessara meistara — foringja
fólksins og menningarvita — um út-
gáfu Bliks míns. Og ekki vildi ég
fyrir nokkurn mun hafa orðið án
þess að sitja slíka skólanefndarfundi,
þegar meinfýsinn nálúsarhátturinn
kúrði undir fundarborðinu og ill-
kvittinn ókindarskapurinn sveif yfir
því og kvað stundum við í fundar-
stofunni. Þá hló mér hugur í brjósti,
staðráðinn í að hafa skaðsamlegar
samþykktir til hindrunar uppeldis-
og skólastarfi að engu, en vinna því
meira sjálfur. Þetta var áður en Ein-
ar læknir og Torfi bæjarfógeti tóku
forustuna í skólanefnd Gagnfræða-
skólans. Þökk sé þeim.
I desember s. 1. gat ég ekki staðizt
mátið lengur eða haldið gáskanum í
skefjum. Eg skrifaði því bæjarstjórn
svohljóðandi bréf:
Vestmannaeyjum, 15. des. 1964.
Fyrir áeggjan fjölda bæjarbúa er
nú verið að prenta 25. árgang af
Bliki, sem verður árbók Vestmanna-
eyja að þessu sinni. Aðalgrein rits-
ins verður 2. kafli af Leiklistarsögu
Vestmannaeyja, sem Arni Arnason,
símritari, skrifaði fyrir atbeina bæj-
arsjóðs, nokkru áður en hann lézt.
Bæjarsjóður mun hafa greitt honum
ritlaun. Þar sem margar myndir
fylgja þessari ritgerð og prentverk
allt kostar orðið offjár, þá leyfi ég
mér að mælast til þess, að bæjar-
stjórn áætli kr. 25.000,00 framlag til
ritsins á næstu fjárhagsáætlun, svo
að féð komi til greiðslu á næsta ári.
Utgáfa ritsins að þessu sinni mun
kosta töluvert á annað hundrað þús-
undir króna.
Virðingarfyllst.
Og viti menn: Bæjarstjórn sam-
þykkti einróma að veita úr bæjar-
sjóði kr. 25.000,00 til útgáfu á árs-
riti GagnfræSaskólans.
Þar lék hin háa bæjarstjórn illa á
mig! Með þessu orðalagi gátu þeir
hindrað það, að Blik mitt eða ársrit
Vestmannaeyja nyti styrksins. Auð-
vitað get ég ekki gefið út ársrit
Gagnfræðaskólans, þar sem ég er
ekki við hann riðinn lengur og ekki
sinnt framréttri starfshönd minni
um samvinnu að útgáfunni.
Eg leyfi mér að óska Eyjólfi
skólastjóra til hamingju með þá
rausn og þann sanna góðvilja, er
starf hans og hann sjálfur nýtur per-
sónulega hjá bæjarstjórn í heild. Eg
efast ekki um, að hann rísi undir
öllu þessu meðlæti og gefi nú út
myndarlegt skólarit næstu 25 árin.
Mér er það verulegt gleðiefni, að ég