Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 21
B L I K
19
séra Böðvari Jónssyni prófasti
í Reykholti, sem lézt 1625.
Fitjaannáll segir svo um séra Jón
á Melum: Guðhræddur og vel
lærður kennimaður, snjall ræðu-
maður og skáld, vel látinn og vel
talandi.
2. Séra Þorsteinn, prestur að Holti
undir Eyjafjöllum. Fékk þann
stað 1631 og hélt hann til dauða-
dags 1667. Fæðingarár ókunn-
ugt.
3. Jón (yngri) f. 1612 að Kirkju-
bæ í Vestmannaeyjum. Hann var
15 ára er afríkönsku ræningjarn-
ir hertóku hann ásamt móður
hans og systur og fluttu til Al-
geirsborgar. Hann er sagður
hafa komizt til hinnar mesttt
mannvirðingar með Tyrkjum
sökum sérstakra gáfna og hæfi-
leika. Varð hann skipstjóri og
flotaforingi og þótti afburða
stærðfræðingur og slyngur mann-
virkjagerðarmaður, — stórgáf-
aður ævintýramaður, sem margar
sagnir fóru af.
4. Margrét, sem Tyrkir hernámu og
seldu í þrældóm. Sagt er, að
hana keypti spænskur eða fransk-
ur kaupmaður, sem kvæntist
henni og gat með henni börn.
5. og 6. Tvær aðrar stúlkur eign-
uðust prestshjónin að Kirkjubæ,
en þær dóu báðar mjög ungar.
Hér birti ég að lokum tvö andleg
ljóð eftir séra Jón Þorsteinsson.
Ekki er mér kunnugt um, að þau
hafi verið prentuð fyrr. Þau er að
finna í mörgum handritum í Lands-
bókasafninu, eins og fjölmarga
sálma hans. Þegar borin eru saman
hin ýmsu handrit þessara Ijóða, kem-
ur í ljós, að næsta ótrúlega mikið ber
á milli um orðaval o. fl. í handrit-
unum.
Hrakningskvæði
sóra Jóns Þorsteinssonar
Haustið 1623, 3. september, fóru
19 menn frá Eyjum suður að Súlna-
skeri til súlnaveiða. Þeir hrepptu af-
spyrnuveður fyrir sunnan Eyjar, svo
að þeir héldust eigi við Skerið. Þá
rak og þeir hröktust um úfinn sæ
fyrir stórsjó, roki og regni. Loks
náðu þeir landi við suðurströndina,
sögnin segir í Þorlákshöfn: Heim til
Eyja náðu þeir aftur 7. s. m. eða eftir
4 daga og höfðu þá verið taldir af
með öllu. Einn manninn tók út og
drukknaði hann.
Um sjóhrakning þennan orti séra
Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ þetta
kvæði.
Kvæðið finnst í mörgum handrit-
um og ber þeim illa saman um orða-
lag eða orðaval í kvæðinu. Þar af
sprettur mismunandi rímssnilld, þó
að hugsun hafi jafnan lítið brengl-
ast.
Mmáttugur, eilífur guð,
allra dýrðar kóngur,
sem hirtir oss með hryggð og nauð,
huggar þó með náð og brauð,
himinn og jörð þér heiðurinn
fyrir það syngur.