Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 16
14
B L I K
hellismunnanum. Höfðu þá ræn-
ingjarnir séð hann og skutu af hon-
um höfuðið, og hefur hann verið
þeim skálkum svo sem ávísan til
hellisins. Gekk þá séra Jón inn aft-
ur, segjandi þennan atburð, skipaði
og áminnti alla að biðja almáttugan
guð sér til hjálpar, því nú mætti það
sjá, hvar komið væri og hver óþjóð
að því drifi. Strax eftir þetta stefndu
þessir blóðhundar að hellinum, svo
hann heyrði þeirra fótadunk. Þá
mælti hann: „Þar koma þeir, Mar-
grét! með sínu fótasparki. Nú skal
ég óskelfdur í móti þeim ganga.
Hún bað hann guðs vegna ekki frá
sér fara. En sem þau voru að tala,
komu þessir blóðhundar þangað að
hellisdyrunum og ætla að rannsaka
hellirinn (svo!), en presturinn gekk
út í móti þeim. Nú sem þeir sjá
hann, mælti einn þeirra: „Því ertu
hér, séra Jón? Skyldir þú nú ekki
vera heima í kirkju þinni?" Prestur
svaraði: „Ég hefi verið þar í morg-
un". Þá er talið, að morðinginn hafi
sagt: „Þú skalt ekki vera þar á morg-
un". Skipti þá ekki fleiri orðum.
Morðinginn hjó beint í hans höfuð.
Presturinn breiddi út sínar hendur
og mælti: „Ég befala mig mínum
guði. Þú mátt gera það hið frek-
asta". Níðingurinn hjó þá annað
högg. Við þessi höfuðsár mælti séra
Jón: „Ég befala mig mínum herra
Jesu Christo". Hér jafnframt skreið
Margrét, kvinna prestsins, að þess
morðingja fótum og hélt um þá,
meinandi hann mundi heldur mvkj-
ast, en þar var engin vægð á ferðum.
Hjó þá fordæðan þriðja höggið. Þá
sagði presturinn: „Það er nóg, herra
Jesú! Meðtak þú minn anda". Hafði
hann þá í sundur klofið hans höfuð.
Lét hann svo líf sitt. Hans kvinna
tók hrafið af höfði sér og batt um
þess framliðna höfuð, en þeir
hröktu þær mæðgur frá líkamanum
og hans son með því fleira fólki, er
þar var, bundu og ráku til Dönsku-
húsa. Hafði ein lítil smuga verið þar
hærra uppi í hamrinum fyrir ofan
hellinn, sem þetta fólk var í. Þar
leyndust inni tvær konur. Þær
heyrðu og sáu alla þessa atburði".
Þessi frásögn í Tyrkjaránssögu ber
það með sér, að ruglað er saman
dögum að því er snertir morðið á
prestinum. Það er vitað, að hann
var myrtur daginn, sem ræningjarn-
ir gengu á land á Heimaey, þ. e. 17.
júlí. Séra Olafur Egilsson getur þess,
að maddama Margrét hafi á ræn-
ingjaskipinu bent sér á ódæðismann-
inn, sem myrti séra Jón mann henn-
ar. Aðrar heimildir gefa í skyn, að
Islendingur sá, sem sagt er, að vísað
hafi ræningjunum á lendinguna við
Ræningjatangann, hafi mælt þau
orð við prestinn, sem hér eru hermd
og síðan myrt hann. A sá Islending-
ur að hafa verið í Eyjum áður og
staðið þar í útistöðum við séra Jón.
Þá á morðið að hafa verið hefnd og
svölun.
Hvað sem rétt er um þessar frá-
sagnir, þá verður sjálfsagt þeirri
spurningu seint svarað: Hvers vegna
hnepptu ræningjarnir ekki séra Jón
Þorsteinsson í ánauð eins og séra