Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 103
B L I K
101
Menn óttuðust, að v/b Freyja
væri að reka upp að Suðurströnd-
inni, upp í brimgarðinn þar. Með
ljósmerkjum fékk Arni Arnason
enska togarann „Embassy" til þess
að leita bátsins og hafa hraðan á.
Togarinn fór að leita og fann bátinn.
Þá mátti ekki tæpara standa. Einn
mann hafði tekið út af bátnum og
hann drukknað. Að öðru leyti varð
skipshöfninni bjargað á síðustu
stundu og svo bátnum.
Mörg fleiri dæmi um gifturíkan
árangur, já, blessun, hef ég heyrt frá
starfi eða um störf Arna Arnasonar,
símritara. Enginn mun hafa grætt
meir fjárhagslega á þessum störfum
hans en Bátaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja. Eg læt lesendur mína
um það að hugleiða blessun og gæfu
fjölmargra sjómannaheimila af
starfi og fórnfýsi þessa manns í sím-
ritarastarfinu, meðan engin var loft-
skeytastöðin í Eyjum. Sendistöð var
tekin þar í notkun 1. marz 1921. Og
Vestmannaeyj aradio (einkennisstafir
P. F. V.) árið eftir eða 1922.
En þetta gagnmerka framtak í
tækni leiddi það ekki af sér, að Arni
slyppi við að fara um yztu jaðra
Heimaeyjar í vondum veðrum og
morsa til skipa beiðni um aðstoð
við báta og menn, af því að allur
fjöldi fiskiskipanna þá hafði ekki
móttökutæki og voru því í þeim
efnum enn utan við tækni tilver-
unnar, ef svo mætti orða það. Þess
vegna varð Arni Arnason nokkur
ár enn að tala við skipin með ljós-
merkjum og biðja þau hjálpar —•
eða aðstoðar, þegar óhöppin steðj-
uðu að.
/ /
Atthagaást Arna símritara var
einlæg og virk. Fáir reyndust honum
fróðari um ýmsa þætti í sögu byggð-
arlagsins, sérstaklega í ættfræði og
um líf einstaklinga og atvinnu-
hætti á síðari hluta síðustu aldar og
það sem af er þessari. Og það sem
meira var. Arni hafði hug og dug
til þess að skrá mikið af þeim fróð-
leik seinni tíma kynslóðum til
fræðslu og hvatningar með þeirri
von og ósk að spakmæli sagnfræð-
ingsins sannaðist á sem flestu ungu
Eyjafólki, að „minning feðranna er
framhvöt niðjanna." Margan slíkan
skráðan fróðleik átti Arni í fórum
sínum, er hann féll frá.
Ráðandi menn í kaupstaðnum
lærðu á seinni árum að meta fróð-
leik Arna Arnasonar og sögulegar
heimildir, og mun hann hafa notið
nokkurs styrks úr bæjarsjóði til
ritstarfa, eftir að heilsu hans tók að
hraka og hann gat ekki lengur innt
af hendi skyldustörf sín hjá Rit-
símanum.
Arni Arnason kom í verk að skrá
mikinn sögulegan fróðleik síðustu
æviárin, a. m. k. að meira eða minna
leyti, svo að vinnandi vegur er að
búa það margt undir prentun með
velvilja og fórnfúsum hug. Ætlan
Arna og þess ,sem þetta ritar var
það, að Bliki entist aldur og efna-
legt megin til að geta flutt almenn-
ingi hér megnið af þeim fróðleik,
sem hann hafði skráð.
/ / /
A yngri árum var Arni Arnason