Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 110
108
B L I K
og ekki sakramenti meðtekið síðan
í fyrra. Um Lopt segir hann: Kona
Lopts og 2 stjúpbörn veit ég ekki til
að séu inngengin í flokk þenna. Um
Lopt er það að segja, að hann kemur
aldrei í kór, hér er hann átti tignar-
sæti, ei að tala um að hann neyti
drottins kvöldmáltíðar.
Hér sést, hvað ágengt hefur orðið
síðan ábyrgðarkapellaninn kom.
í árslok 1855 eða ári eftir að
Samúel og kona hans fóru héðan
ásamt Guðmundi Guðmundssyni og
Helgu Jónsdóttur og farin eru hjón-
in í Kastala, er fyrst voru skírð, voru
hér taldir 8 mormónar í Eyjum:
Loptur Jónsson í Þorlaugargerði,
Guðrún Hallsdóttir, kona hans, Jón
Jónsson, stjúpsonur Lopts, Guðrún
stjúpdóttir hans er ekki talin mor-
móni þá, en árið eftir. — Magnús
Bjarnason í Helgahjalli, Þuríður
Magnúsdóttir kona hans, Kristín
Magnúsdóttir, vinnukona þar. Guð-
ný Erasmusdóttir í Ompuhjalli, Yig-
dís Björnsdóttir í Fredensbolig, er
síðar varð vinnukona í Þórlaugar-
gerði. Anna Guðlaugsdóttir, er þar
var einnig, er eigi talin mormóni
1855, en er orðin það 1856 og einn-
ig Karítas Jónsdóttir 1856.
Þau hjón í Helgahjalli, Magnús
og Þuríður, eignuðust dóttur, fædda
1856, er skírð var Kristín. Kærði
séra Brynjólfur það fyrir Kohl sýslu-
manni, í bréfi 9. apríl 1856, að
Magnús Bjarnason vilji ekki láta
skíra barn sitt, en segist sjálfur hafa
gefið því nafn, alveg hið sama og
Einar Jónsson mormóni gerði löngu
seinna. Prestur segist samt vona, að
þó að hann vilji ekki sannfærast um
hið ranga í aðferðinni, muni hann
þó með laganna krafti leiðast til
hlýðni og ætlast prestur til, að sýslu-
maður láti málið til sín taka. Til
þess mun samt eigi hafa komið, en
barnið hlaut kirkjulega skírn.
Það er eitt trúareinkenna mor-
móna, að þeir hvergi verði sælir
nema í því eina landi Utah, er þeir
kalla hið fyrirheitna, þar sem þeir
hafa byggt Zionsborg, er þeir svo
kalla, og því hljóta allir mormónar
að kosta kapps um að komast þang-
að. Brigham Young, mormónafor-
inginn, var jafnaðarmaður og kenndi
fólkinu að vinna saman með bræðra-
og systraþeli. Enda blómgaðist
byggðin í Utah með meiri hraða en
annars staðar voru dæmi til í Banda-
ríkjunum.
Hættir og siðir hjá mormónum og
allar lífsreglur eins og kemur fram
í daglegu starfi, eru samtvinnaðar
trúarbrögðunum.
Magnús Bjarnason var einlægur
mormóni og sótti hann trúarsam-
komur mormóna, sem haldnar voru
í Þórlaugargerði hjá Lopti. Fóru
þær fram með leynd fyrst í stað, en
sagt er, að þeir sem hneigðust að
mormónatrúnni, hafi komið frá
samkundunni í Þórlaugargerði til
kirkju og hlustað á messu þar, en
vikið út, ef prestur brýndi röddina
gegn mormónum.
Guðný gamla í Ompuhjalli, sem
sögð er bæði guðhrædd kona og
greind, sótti þessar samkomur að