Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 74
72
B L I K
því að Georg var enginn söngmað-
ur, þótt ekki væri hann laglaus.
Og þar sem ekki er svo bráðnauð-
synlegt að fylgja melodiunni út í
yztu æsar, líkt og sungnar eru gam-
anvísur, hefur þetta ekki orðið að
neinni sök og ekki verið svo mjög
fráleitt með tilliti til melodiunnar.
Laginu gat hann haldið á lægri tón-
unum en notað svonefndar „Lag-
brellur", er lagið gekk hærra.
Árið 1926 í desember voru leikin
hér leikrit eftir E. Bögh er heita „Of-
vitinn í Oddasveit" og „Háa-C",
Ungir menn og stúlkur tóku sig
saman um að leika, sér og bæjarbú-
um til skemmtunar. Allt var þetta
fólk svo til nýliðar á leiksviði, en
þeir sem léku voru:
/
Jóhanna Agústsdóttir, Kiðabergi
Jakobína Ásmundsdóttir, verzlun-
arstúlka
Páll Scheving, Hjalla
Sigurgeir Jónsson, Suðurgarði
Jón Sigurðsson, Pétursborg
Sigurður Gíslason
o g
Guðmundur Jónsson.
Eftir atvikum leystu þau öll hlut-
verk sín vel af hendi, þegar þess er
gætt, að hér eru viðvaningar að störf-
um í þessari vandasömu list. Þótt
sumt hafi farið allvel, mátti sjá við-
vaningsbraginn meðal annars af því,
að þau vissu oft ekki, hvernig þau á
heppilegan hátt áttu að koma fram
á sviðinu. Hins vegar var skilningur
þeirra á hlutverkunum viðunanleg-
ur. Það, sem þessu veldur, virðist
stafa af ófullkominni tilsögn við æf-
ingar og svo æfingaleysi, fremur en
skorti á leikhæfni.
Eftir umsögn ritstjóra Skeggja
(13/12—1926) um leiksýningu
þessa, er ekki annað að heyra, en hér
hafi um þessar mundir verið „stein-
dautt leikfélag", eða a. m. k. alls
ekki starfhæft. Hefur það efalaust
legið í dásvefni, sem nokkuð oft hef-
ur heltekið þennan menningarlega
félagsskap, sem þá var orðinn 15
ára gamall, hverju svo sem um hefur
verið að kenna.
Um áramótin 1926 hafði Kven-
fél. Líkn kvöldskemmtun og sýndi
þá 2 leikþætti þ. e. „ Lotteriseðill nr.
101" og skrautsýningu á hluta úr
leikriti Steins Sigurðssonar,
„Skyggnu auguri'. Það hafði þá ekki
sézt hér á sviði síðan 1909. Skraut-
sýningin gafst vel og þótti góð
skemmtun, þareð mjög lítið var um
leikstarfsemi í bænum. Helzt var
það Kvenfél. Líkn, sem eitthvað lét
að sér kveða í því efni og lék þá
oftast einþáttunga. Konur lásu þá oft
upp kvæði eða smásögur t. d. þær
Guðrún Þorgrímsdóttir, Lágafelli,
Halldóra Vigfúsdóttir, Guðný Þ.
Guðjónsdóttir, Jóhanna Linnet o. fl.
Á skemmtunum Kvenfélagsins voru
oft til skemmtunar ein- eða tvísöngv-
ar karla og kvenna. Meðal smáleik-
rita félagsins mætti hér minnast frá
þessum árum t. d. „Trina í stofufang-
elsi", Frúin sefur", „Sagt upp vist-
inni", „Lifandi húsgögn", „Hann