Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 68
66
B L I K
fallizt á þá skoðun. Guðjón var sem
sagt léttur og lipur í öllum hreyf-
ingum, andlitsfall hans frisklegt og
unglegt, svo að hann gat vel litið út
fyrir að vera 25 — 27 ára gamall,
(sbr. myndina). Hann gat vel verið
stúdent þessara atriða vegna, enda
skilaði hann hlutverki sínu ágætlega.
Manga var nú leikin af Þórsteinu
Jóhannsdóttur Jónssonar á Brekku.
Hún gerði það skemmtilega. Sór
hún sig ótvírætt í leiklistarætt föður
síns. Söngur hennar var þýður en
fremur styrklítill. Ef til vill hefur
hún ekki viljað beita meiri styrk til
þess að söngurinn yrði blæfegri og
samrýmdist betur atriði leiksins. Fór
vel t. d. þegar kórinn svaraði marg-
raddað í fjarska.
„En margt býr, margt býr í þok-
unni, þig mun kannke iðra ...", sér-
lega fagur og þýður söngur, sem
barst til manns fram í salinn, eins
og hann kæmi utan úr þokunni, er
umlukti háfjöllin; frá huldum vætt-
um fjallanna. Því var það mjög svo
áhrifaríkt, er Þorsteinn svaraði, með
hreinum og þýðum söng t. d.:
„Þá svaraði mærin:
Eg vil ei væta fót,
ei væta þarftu fót þinn
né stíga á grjót o. s. frv.
og kórinn svaraði henni jafnþýtt og
seiðandi og áður:
„En margt býr, margt býr í þok-
unni, þig mun kanske iðra ..."
Þetta söngva atriði fór mjög vel
og mér fannst það fagurt og vel
túlkað.
Ástu í Dal lék nú Þórunn Hreins-
dóttir í Uppsölum. Leikur hennar
var að vonum ekki heilsteyptur,
þareð um algjöran nýliða í leik var
að ræða. Þó leysti hún mörg atriði
í hlutverki sínu vel af hendi og sum
ágætlega. Söngur hennar var sérstak-
lega góður frá byrjun til enda leiks.
Hún var rómuð fyrir fagran söng og
vel þjálfuð frá veru sinni í söng-
kórum Brynjúlfs Sigfússonar um ára-
bil. Þórunn var líka mjög viðfeldin
á sviðinu, lagleg og sakleysisleg.
Harald lék Jóhann á Brekku. Leysti
hann þennan vanda vel af hendi,
léttur og lipur og allur var maður-
inn hinn gjörvilegasti á að líta.
Söngur hans var og ágætur og allar
báru hreyfingar hans vott um mikla
sviðsþjálfun. Mér fannst hann þó
heldur gamall í hlutverkið, en samt
hygg ég, að sú skoðun mín hafi að-
eins myndast af því, að ég vissi, að
hann var nokkuð við aldur. Okunn-
ir mundu sennilega ekki hafa orðið
þessa varir, þareð gervi hans var
ágætlega gert. Ögmund sýndi Olaf-
ur á Strönd okkur með sama snill-
ingsbragnum og áður. I augum fjöl-
margra er enginn Ogmundur til
nema Oli á Strönd. Eg get ekki gef-
ið honum betri dóma fyrir túlkunina
í þessu hlutverki fyrr og síðar en
dóm almennings fyrir sérlega góða
túlkun á þessari sérstæðu persónu
„Skuggasveins".
Snemma árs 1922 tóku sig sam-
an nokkur ungmenni um að leika
fyrir fólkið. Það var lítið leikrit er
nefndist „Hattar í misgripum" og