Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 124
Gullfoss brunaði austur hafið gegn
kólgu og kylju. Fleiri sjálfsvarnir
flugu fljótlega mér í hug, því að ég
hafði vonda samvizku.
Aftur kom þjónninn og fékk mér
7 danskar krónur. Eg hafði sem sé
greitt máltíðina tvöföldu verði og
eignast gilda peninga til að greiða
með gistinguna við Vesturbrúar-
götu. Mér hlýnaði um hjartaræturn-
ar og ég brosti breitt. „Við vitum,
að þú ert Islendingur,” sagði hann,
„og við skiljum, að þú ert í vand-
ræðum.”
Loks leið að burtfarartíma skips-
ins, sem ég ætlaði með til Noregs.
Eg gekk í skrifstofu afgreiðslunnar
til þess að greiða farmiðann. Ef þeir
þar neituðu nú að taka greiðslu í
Islandsbankaseðlum, hvað tæki þá
við fyrir mér? —
Eg reyndi að tala máli mínu eftir
beztu getu og þó lítilli í dönsku
máli. Og þarna mætti ég skilningi
og göfuglyndi. Þeir tóku við far-
gjaldinu, Danirnir, í Islandsbanka-
seðlum, eftir að þeir höfðu ræðst við
hljóðlega þarna í skrifstofunni, og
ég rölti um borð. Eg kannaðist við
nafn skipsins, þegar um borð kom.
Það hét Thyra, líklega eftir Þyri
Haraldsdóttur Danakonungs Gorms-
sonar, drottningu Olafs konungs
Tryggvasonar, og dallur þessi geng-
ið um skeið við Islandsstrendur á
s. 1. öld, enda var skipið fornfálegt.
Eg var einn míns liðs á 3. farrými
skipsins og hvergi varð ég var við
nokkra farþega á því.
Matsveinninn tjáði mér, að ég
ætti að snæða með yfirmönnum
skipsins í borðsal þeirra. Mér skild-
ist, að þannig yrði minnst fyrir mér
haft. Eg tók þessu með þökkum. Og
svo leið tíminn að miðdegisverði.
Bjölluhljómur kvað við og ég ark-
aði aftur eftir þilfarinu og var vísað
til sætis í salarkytru, sem rúma
mundi á að gizka 10 menn til borðs.
Og svo komu yfirmennirnir, hver
af öðrum. Sá fyrsti, borðalagður, rak
nefið inn í gættina, sá mig og hörf-
aði, — hvarf. Það var 1. stýrimaður.
Svo kom annar og svo vélamenn,
og allir hörfuðu út fyrir. Mér þótti
þetta kynlegt háttalag. Hvað fæld-
ust þeir? Svo heyrði ég hvísl og
hljóðskraf í ganginum framan við
dyrnar. Aðeins eitt orð greindi ég:
„Islender". Svo þagnaði allt. — Mat-
sveinninn kom inn til mín og tjáði
mér, að yfirmennirnir neituðu að
sitja til borð með Islendingi; ég yrði
því að víkja úr matsalnum, meðan
þeir borðuðu.
Eg sat hugsi andartak og agndofa.
Vangann eða hnefann? Enginn mat-
ur hafði verið borinn á borðið. —
Eg rölti þegjandi fram á þilfarið.
Það tók því þá fyrir þessa menn að
miklast af stöðu sinni á þessum aldr-
aða og skitna skipsdalli! Þeir áttu
fremur að þakka forsjóninni fyrir
það, að hann flaut með þá milli
hafna.
Já, það tók því fyrir þessa yfir-
menn að derra sig!
Mér flaug margt misjafnlega fag-
urt í hug, meðan ég beið eftir því,
að Danirnir lykju við að kýla vömb