Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 207
B L I K
205
heilhuga þér heilla biðjum,
heillavinurinn.
Oft þín græddi meinin manna
mund og hugsun skýr;
traust þú átt hjá sveini og svanna,
sæmdardrengur hlýr.
E. S. kvað á áttræðisafmæli sínu þetta
kvæði, sem ber skýran vott um göfuga
og heilbrigða hugsun hins margreynda
öðlings.
Nú má lítinn byrja brag,
brautir farnar skoða.
Liðið er á lífsins dag;
lengst af gekk mér flest í hag;
ljúf er stund við ljósan aftanroða.
Attatíu æviár
eru framhjá runnin
við sælubros og sorgartár;
samt er Drottins líknin klár
alls staðar í æviþráðinn spunnin.
Nú af sjónar hárri hæð
horfa má til baka.
Mörg var elfan illa væð
einatt hríðin dimm og skæð;
ísinn veikur opinna milli vaka.
Grýttar leiðir ganga hlaut,
gjarnan klungur troða.
Ailtaf lagðist líkn með þraut,
leiðsagnar og hjálpar naut
og lífið fékk í ljósi nýju að skoða.
Oft var líka gatan greið,
og gleði hreinnar notið;
ævidagsins lýsti leið
lukkusólin björt og heið;
gæfulán í góðum mæli hlotið.
Leiðist mér hve lítið er
og léleg ævistörfin;
þótt vilja hefði’ í huga mér,
harla lítinn ávöxt sér,
en víða er augljós verka dyggra þörfin.
Ótalmargt ég þakka þarf,
er þráði um liðna daga;
æskuleik og ævistarf,
allt það, sem mér gafst í arf;
ástin Guðs kann öllu vel að haga.
Góðkunningja minnast má
margra og vina kærra;
þessum vil ég þakkir tjá
þekkra stunda er naut þeim hjá;
þakkarefnið eitt er öðru stærra.
Ástvini, sem Guð mér gaf
til gleði um ævi mína.
Þakka ég heilum huga af;
herrann gaf mér traustan staf;
á leiðum öllum ljós hans náði skína.
Nú er bráðum lokið leið
til landsins dýrðar bjarta.
Ljómar bak við dapran deyð
Drottins náðar sólin heið;
lofi Drottinn hugur, tunga og hjarta.
STÖKUR
Mörg er lífsins mæðuraun,
mörg er erfið glíma.
Margur dregst með dreyrug kaun
dagsins flesta tíma.
Færin skána, eyðist önn,
óðum grána rindar.
Snærinn hlánar, fækkar fönn,
fjalla blána tindar.
Húmið styttist, himinbrá
hækkar og fagurt letrar;
sigrar ljósið, sígur á
seinni helming vetrar.
Enginn maður af því veit,
hvað annars býr í hugarreit.
Margur þögull þrautir ber
og þunga byrði, er enginn sér.
L