Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 211
B L I K
209
Loftur Guðmundsson á Söndum var verkstjóri, en Árni Zakaríasson mun hafa
mælt fyrir veginum og kennt mönnum fyrstu „handtökin", þ. e. komið verkinu
af stað.
Þessi vegur entist vel og var í notkun og fjölfarinn svo lengi, sem leiðin lá
yfir Kúðafljót. En eftir að brýr komu á vötnin, sem mynda Kúðafljót, þ. e. Eld-
vatn, Tungufljót, Hólmsá, Skálm o. fl. og vegir að brúm þessum (um Skaftár-
tunguna), lagðist vegur þessi af og er nú gróinn grasi. Yfir hið mikla vatnsfall,
Kúðafljót, er nú sjaldan farið, enda Sandar komnir í eyði.
Alla þessa menn þekkti heimildarmaður okkar persónulega. Flestir þeirra eru
dánir nema ef til vill þrír.
Friðfinnur Sigurðsson var föðurbróðir Einars heimildarmanns okkar, og Sig-
urður Sigurðsson var stjúpi hans. Sigurbergur Einarsson var tengdafaðir heimildar-
mannsins, faðir fyrri konu hans, og þá afi biskupsins, herra Sigurbjörns Einars-
sonar. Elías Stefánsson varð kaupmaður í Reykjavík og tók sér eftirnafnið Lyngdal.
Upphaflega mun Eggert ijósmyndari að Söndum Guðmundsson hafa tekið þessa
mynd. Hann var bróðir Lofts verkstjóra.
Stökur
Árið 1950 kom út bókin For-
mannsævi í Eyjum, eftir Þorstein
Jónsson, skipstjóra í Laufási.
Þegar Magnús Þorláksson, hag-
yrðingur í Reykjavík, hafði lesið
bókina, kvað hann:
Forðum menn í bættri brók
beittu djarfir fleyjum.
Þak.ka þér fyrir þína bók,
Þorsteinn minn í Eyjum.
Ort til Magnúsar Magnússonar,
netagerðarmeistara, á 60 ára afmæli
hans, fyrir hönd vinar hans:
Ævidagsins aftansól
örmum vefji drenginn,
upp á sextugs sjónarhól
sem í dag er genginn.
Fyrir gott sem gerðir mér,
góðra beztur vina,
hjartanlega þakka ég þér
þar með samfylgdina.
/ /
Arni Arnason.
Fjögur elztu börn Vigfúsar útgerðar-
manns í Holti Jónssonar í Túni Vig-
fússonar. — Frá vinstri: Guðrún, f. 27.
sept. 1901. D. 13/4 1957. Sigríður, f.
16. sept. 1903. Guðmundur, f. 10. febr.
1906. Jón, f. 10. júli 1907.
14