Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Qupperneq 9
Hóls. Afli í rýrara lagi og atvinna sömuleiðis. Þó verður að telja
að lölk liíi sæmilegu líli með nýtni og sparsemi.
Oi/ur. Afkoma manna var talsvert hetri en árið áður.
Hesteyrar. Al'koma héraðsbúa má teljast fremur góð á þessu ári.
Arferði í góðu meðallagi lil lands og sjávar.
Reijhjarfj. Arferðið yfirleitt eitt hið allra bezta, er menn muna —
og vitað er, að komið hafi á þessum slóðum.
Holmaviknr. (iott árferði til lands og sjávar, svo og hætt afurða-
verð Irá því árinu áður, veldur því, að almenn al'koma manna hefir
farið hatnandi, þó að á skorti, að í góðu tagi sé.
Miðfj. Afkoma eríið vegna gamalla skulda. Hér á Hvammstanga
má heita, að engin atvinna liafi verið, en þorpshúar hafa ílestir kýr
og kindur.
Blönduós. Afkoma manna mun vera hér sæmileg. Efnahagur þó
allmisjafn og lang'lélegastur lil jafnaðar í kauptúnunum.
Sauðárkróks. Hagur manna og greiðslugeta ekki hatnað. Eg hygg
þó, að óhætt sé að fullyrða, að löík liafi hvergi í þessu héraði liðið
skort á lífsnauðsynjum.
Hofsós. Afkoma þeirra, sem landhúnað stunda, nokkru betri þetta
ár en næsta ár á undan. Afkoma þeirra, sem stunda sjó, aftur lakari.
Sighifj. Atvinna fólks var góð, mildu betri en á árinu áður, og má
telja afkomu verkafólks í hezta lagi.
Svarfdœla. Þrátt lýrir árgæzkuna lét kreppan lítt á sjá, og nvunu
gamlar skuldir hafa reynzt henni drjúgar til framfæris.
Akureijrar. Þess ber að minnast öðru fremur, að þetta ár var ein-
stakt að mildri veðráttu, að minnsta kosti i þessu héraði, svo að ekki
fundust dæmi annars eins í manna minnum né lieldur í riti Þorv.
Thoroddsen: Arferði í 1000 ár. Gróðurinn var með afbrigðum góður,
íiskisæld hin mesta og þrif sauðfénaðar og annara alidýra með hezta
móti.
Höfðahverfis. Afkoma manna var dágóð.
Reykdæla. á'iðurværi sæmilegt og víða gott.
Ö.varfj. Hér er ekki um atvinnuleysi að ræða i sveitum. Svo var
lieldur ekki í sumar í okkar eina sjóþorpi, Raufarliöfn, með því að
sildarhræðslustöð var rekin. Annars er það furða, hvernig þar basl-
ast af, þareð enginn atvinnurekstur er þar 9 mánuði ársins, sem
verkamönnum gefi kaup í lóla. Að því lráteknu að hirða eina helju,
konu og krakka, er ekki sjáanlegt, að þorri manna hafi þar nokluir
störf 3 4 ársins. Slíkt halda margir náðuga daga en smátt líf. Þetta er
óheilhrigt og með öllu óþolandi ástand. Það þarf að íinna iðngrein
handa þorpshúum. Þó að lítið gæfi í aðra liönd, væri hún hetri en
iðjuleysi.
Vopnafj. Enginn skortur var nú á algengustu nauðsynjavörum, svo
sem kornvörum, kaffi, sykri o. þvl.
Hróarstuniju. Þrátt fyrir litla kaupgetu hafa íleslir nægilegt að bíta
og brenna.
Seijðisfj. Eins og undanfarin ár hefir almenn afkoma fólks í kaup-
staðnuin og vfirleitt í læknisliéraðinu mátt kallazt góð. Enginn mun
hal'a liðið neinn skort á nauðsynjum.