Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Page 88
12. Lög' nr. 97, 19. júní 1933 um heilbrigðisráðstafanir um sölu
mjólkur og rjóma.
13. Lög nr. 98, 19. júní 1933 um læknishéraða- og' prestakallasjóði.
14. Lög nr. 103, 19. júní 1933 um sjúkrasamlög.
Þessar reglugerðir og auglýsingar varðandi heilbrigðismál voru gefnar
út af stjórnarráðinu:
1. Bráðabirgðagjaldskrá fyrir héraðslækna (11. jan.).
2. Reglugerð fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu um lireinsun hunda af
bandormum (14. maí).
3. Auglýsing um þátttöku íslands í alþjóðasamþykktinni frá 31. maí
1929 um öryggi mannslífa á sjónum.
4. Reglugerð um sláturhús og frystihús (27. júlí).
5. Reglur um störf yfirkjötmatSmanns og' aðstoðarmanna hans (27.
júlí).
6. Fyrirmæli um kjötskoðun, merkingu á kjöti o. 11. (27. júlí).
7. Reglur um störf kjötmatsmanna (10. ágúst).
8. Reglúgerð um viðauka við reglugerð um eftirlit með verksmiðjum
og vélum, 16. febr. 1929 (18. sept.).
9. Reglugerð um lilbúning matvæla úr sláturfjárafurðum (20. sept.).
10. Bráðabirgðagjaldskrá fyrir lækna, aðra en héraðslækna, og fyrir
tannlækna og nuddara (23. okt.).
11. Ljósmæðrareglugerð (23. okt.).
12. Reglugerð um barnavernd (15. nóv.).
Konungur staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði, sem ætlaðir
eru til heilbrigðisnota:
1. Sjúkrasjóðurinn Svavarsminning í Olafsflrði (16. marz).
2. Líknarsjóður Islands (22. marz).
3. Minningarsjóður Skúla prófasts Skúlasonar (31. rnarz).
4. Sjúkrasamlags og styrktarsjóður Súðavíkurlirepps (18. apríl).
5. Sjúkrasjóðurinn Samúð á Bíldudal (22. júní).
6. Styrktarsjóður sjúklinga á sjúkraskýlinu á Hvammstanga (31. okt ).
7. Minningarsjóður Hannesar Jónssonar frá Stóra-Asi (31. okt.).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var evtt á árinu úr ríkissjóði
kr. 687061.05 (áætlað hafði verið kr. 618571,00) og til almennrar
styrktarstarfsemi kr. 1088576,18 (áætlað kr. 868400,00) eða samtals
kr. 1775637,23 (áætlað kr. 1486971,00).
A fjárlögum næsta árs (1934) voru sömu liðir áætlaðir kr. 655006,00
+ 918000,00 = 1573006,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
A læknaskipun urðu eftirfarandi breytingar:
Sigurður Magnússon, læknir í Ólafsíirði, settur (29. des. 1932) hér-
aðslæknir í Olafsfjarðarhéraði frá 1. jan. Bjarni Guðmundsson, héraðs-
læknir í Fljótsdalshéraði, skipaður 3. marz héraðslæknir í Ólafsfjarðar-
héraði frá 1. júlí. Jóni Þorvaldssyni, héraðslækni í Hesteyrarhéraði,
veitt 11. apríl lausn frá embætti frá 1. júní. Ari Jónsson, liéraðslæknir
í Hróarstunguhéraði, skipaður 22. maí héraðslæknir í Fljótsdalshéraði
lrá 1. júlí. Sæbjörn Magnússon cand. med. & chir. skipaður 3. júní