Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 109
107
sem be/l yíir því, að öll mjólkursöluheimili fullnægi sjálfsögðustu
þrifnaðar- og heilbrigðiskröfum. Nokkuð heíir verið rætt um að skylda
menn með lögum til að hafa salerni á bverju heimili, og væri mjúk-
lega á því máli tekið, ef byrjað væri á því að banna mjólkursölu frá
hverju þvi heimili, þar sem ekki væri viðunandi salerni. Mundi nægja
að setja slík ákvæði í heilbrigðissamþykktir, þar sem þær ná til.
Hér fara á eftir skýrslur héraðslæknanna um mjólkursölumálin:
Hafnarfj. Eg heíi leitað upplýsinga um heilbrigðisástand þeirra heim-
ila, sem selja mjólk í Hafnarfirði og Garðahverfi. í Hafnarfirði fara
menn yfirleitt þrifatega með mjólkina og fólk, sem selur hana, hefir
enga næma sjúkdóma. Fjós munu vera í sæmilegu lagi og salerni við
hvert hús. í Garðaliverfi mun vera nokkur misbrestur á þessu, því að
þar eru ekki salerni á hverjum bæ. Eg skrifaði öllum þeim bændum
þar, sem ekki höfðu salerni, og sagði þeim, að mjólkursala frá þeim
yrði bönnuð, ef ekki væru salerni á bæjum þeirra. Þeir komu til mín
og' kváðust mundu byggja salerni fyrir haustið; mun ég ganga eftir, að
því verði fullnægt. Annars eru kúaeigendur hér og í Garða- og Bessa-
staðahreppi að bindast samtökum um að koma upp breinsunarstöð
fyrir mjólkina (stassaniseringu), en komizt slík stöð upp, þá verður
aðeins lireinsuð mjólk seld í bænum.
Borgarfj. Um mjólkursölu er það að segja, að meir en lielmingur
allra heimila í héraðinu selur mjólk sína mjólkursamlaginu í Borgar-
nesi, en þar er lnin soðin niður.
Borgarnes. Hér i kauptúninu er stór verksmiðja, sem tekur mjólk
bænda víðsvegar að úr héraðinu og' sýður niður mest af henni. Eitt-
hvað af rjóma mun vera sent til Reykjavíkur, að því er sagt er, sam-
kværnt þeim reglum og kröfurn, sem í Reykjavík gilda. Hefi ég mælzt
til við stjörn Mjólkursamlags Borgfirðinga, að dýralæknir sé látinn
ferðast um héraðið og athuga kýrnar og meðferð mjólkur á beimil-
um o. s. frv. Frá 2 heimilum er seld ógerilsneydd mjólk hér í þorp-
inu. Fólkið er tiltölulega hraust á þessum heimilum, og ekki mun
vera berklaveiki þar, og salerni eru í lagi. Allmargir borgarar hér
hafa sjálfir kýr og selja hver öðrum mjólk, eins og luin kenmr fyrir.
Heyrt hefi ég, að eittbvert smáræði af rjóma sé selt frá nokkrum
sveitaheimilum til Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur.
Olafsuikur. Engin opinber mjólkursala á sér stað, en heimilin selja
mjólk á víx 1 eftir því, hver mjólkurráð þau hafa á hverjum tíma, og
er auðvitað ómögulegt að bafa neitt verulegt eftirlit með slíkri sölu.
Stgkkishóhns. Þegar mjólk er seld, kostar hún 60 aura líterinn.
Engin mjólk er seld til kauptúnsins úr sveitunum í kring, og í þorp-
inu er enginn, sem hefir mjólkursölu að atvinnu. Hins vegar eru
nokkrir, sem liafa einn eða tvo kaupendur að mjólk. Þetta eru hrein-
legustu heimilin í bænum og umgengni öll góð. Fjósin eru eigi notuð
sem salerni. Enginn með berklaveiki er á þessum heimilum eða neinn,
sem grunsamlegur er á því sviði.
Dala. Ekki er mér kunnugt um, að sveitaheimili hér selji mjólk
svo nokkru nemi, enda ekki um nokkurn markað að ræða. Hér í
Búðardal eru 4 heimili, sem ekki liafa kýr, en þau kaupa mjólk af
kýreigendum liér í kauptúninu, einkum sýslumanninum, póstafgreiðslu-