Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Side 120
118
Eg hefi eftir megni reynt að prédika óhollustu pelans og skaðsemi
fyrir mæðrunum og lagt áherzlu á, að þeim börnum, sem einhverra
liluta vegna gætu ekki fengið brjóst, væri geíið að drekka úr l)olla,
ef til vill með skeið. Það er alsiða liér, að börn séu vigtuð á gorm-
vigtir, en þær eru mjög ónákvæmar og gefa því í langflestum tilfell-
um rangar hugmyndir um þyngd barnanna, og verða þau miklu
þyngri á skýrslum ljósmæðra en þau eru í raun og veru.
Dala. Meðferð ungbarna er góð, eftir því sem fólk hefir þekkingu
til. Helzt eru agnúar á matarræði pelabarna.
Bildudals. Ungbarnameðferð er allsstaðar sæmileg. Mjólk mikið notuð
og sumstaðar þorskalýsi. Flestar mæður hafa börn sín á brjósti, fyrstu
mánuðina að minnsta kosti.
Hesteyrar. Meðferð ungbarna er góð; flest höfð á brjósti; þó of
mikið gripið til pelans. Ungbarnakvilla verður lítið vart.
Reykjarfj. Það er orðið mjög alsiða, að konur, er eiga börn í
fyrsta sinn, leita upplýsinga læknis um meðferð þeirra. Mæður liafa
börn sín á brjósti, eftir því sem mögulega verður við komið.
Hólmavikur. Meðferð ungbarna er góð eftir staðháttum. Algengt er
að gefa börnum snemma þorskalýsi. Ekkert ungbarn dó á árinu.
Miðfj. Meðferð ungbarna yfirleitt góð; flestar konur hafa börn sín
á brjósti fyrstu mánuðina.
Blönduós. Meðferð ungbarna get ég ekki dæmt um að svo komnu.
Þó tel ég vafalaust, að luin sé lélegust þar sem húsakynni ern verst
og menning einna minnst, eins og í sjávarþorpunum. Það er eftir-
tektarvert, að í Skagastrandarumdæmi eru tæp 30 °/» barna lögð á
brjóst. Þau tvö ungbörn, sem fæðst liafa með fullu lífi, en dáið á 1.
ári, fæddust bæði á Skagaströnd. Ungbarnadauði hefir aftur á móti
enginn verið í sveitunum.
Hróarstungu. Meðferð ungbarna sæmileg eftir ástæðum.
Norðfj. Þó að meðferð ungbarna sé ef til vill ekki verri hér en ann-
arsstaðar, rekst maður ótrúlega oft á alg'ert skilningsleysi á þarfir
barnsins og meðferð. Og svo )>snuðin«. Þau eru ódrepandi. Eg hefi
að vísu ekki séð reynt að stöðva fyrsta barnsgrátinn með þv í — en
að því kemur.
Síðu. Yfirleitt eru nú ungbörn lögð á brjóst, og er þar mikil breyt-
ing á oi'ðin frá því, er ég kom fyrst í héraðið. Heilsa ungbarna virð-
ist þá líka mun betri seinni árin, og' síðan 1927 telst ungbarnadauði
úr sögunni í héraðinu.
Vestmannaeyja. Flest öll börn á brjósti. Meðferð ungbarna góð.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Íþi'óttalíf er að glæðast. í skólunum kennd leikfnni. Auk
þess stunda ungir menn knattspyrnu og sund. Aðsókn að sundinu
er mikil.
Skipaskaga. Lítið um íþróttir. Þó var ein stofan í gamla skólanum
tekin til leikfimiskennslu fyrir skólabörnin, og' leikfimiskennsla fór
fram í samkomuhúsi kauptúnsins, 2—3 mánuði. Knattspyrnufélög
eru 2 hér kauptúninu, í sveitum munu glímur hafa verið æfðar lítils-