Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Síða 173
Fyrir tilmæli heilbrigðisstjórnar og samkvæmt óslt héraðslæknisins
í Öxarfjarðarhéraði tók ég að mér að athuga berklasmitun á Raufar-
höfn nú siðastliðið haust (1934). Hafði liéraðslæknir sótt mál þetta
fast, og' lágu til þess ástæður, er nú skal greina:
A Austur-Sléttu og á Raufarhöfn hefir undanfarið verið mjög lítið
um berkla. Getur héraðslæknirinn þess, að liann og tveir fyrirrenn-
arar hans hafi eigi orðið varir við berkla á þessum slóðum fyrr en
1922, að 1 barn á bæ einum á Austur-Sléttu var skrásett sem berkla-
veikt. 10 árum síðar var annað barn skrásett á sama bæ, en smitun
þess rekur héraðslæknir þá til næsta bæjar. Diagnosis á þessum
börnum hefir ])ó aldrei verið áreiðanleg, og þau hafa vaxið upp og
dafnað vel nii upp á síðkastið.
Arið 1928 var skrásettur 1 nýr sjúklingur á næsta bæ fyrir utan
þorpið. Sjúklingur þessi var nýfluttur úr öðru héraði á bæ þenna.
Veiktist aftur 1932 skyndilega og lézt árið eftir á Vífilsstaðahæli úr
lungnaberklum.
1930 veiktist stúlka um tvítugsaldur á Raufarliöfn. Hafði llutzt til
þorpsins tveim árum áður, þá vafalítið smituð. Stúlka ]>essi fór suður
til lteykjavíkur og lézt á Vífdsstaðahæli 1932.
Arið 1931 voru skrásettir 2 nýir sjúklingar á Raufarhöfn, annar
17 ára gamall pittur, með tuberkulose í ristarlegg og tálið. Heimili
piltsins var næsta hús við heimili það á Raufarhöfn, þar sem stúlkan
liafði veikzt 1930. Einnig var mikill samgangur milli heimilis pilts
þessa og' bæjarins fyrir utan þorpið, sem áður er nefndur. Finnst
mér, eftir þeim upplýsingum, er fengizt hafa, öllu líklegra, að smitun
drengsins stati frá sveitabænum, frekar en heimilinu á Raufarhöfn.
Pilturinn heíir legið á Akureyrar-spítala, verið þar í ljósum. Sjúk-
dómurinn hefir ekki ágerzt, frekar gengið til baka. Nú fyrir ca. 14
dögum kom sjúklingur þessi hingað til Reykjavíkur. Var liann operer-
aður á Landspítalanum, og mun lílill vafi teika á, að um tuherkulose
haíi verið að ræða. Hinn, 34 ára gamall karlmaður, var skrásettur
vegna pleuritis. IJessi sjúklingur er sennilega smitaður vestur á Sléttu
árið 1928.
Árið 1931 voru og skráðir 3 sjúklingar á næsta bæ sunnan við
Raufarhöfn. Er það álit héraðslæknis, að hér sé ei um innanhéraðs-
smitun að ræða, þar eð öll þessi fjölskylda er nýflutt að úr öðru
héraði.
1932 skrásetti héraðslæknir 1 tilfelli á Raufarhöfn, dreng 6 ára
gamlan.
1933 enn á ný 1 tilfelli, 20 ára piltur úr þorpinu. Heimilið álitið
hraust. Pilturinn lézt nokkrum mánuðum síðar úr meningitis.