Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Síða 178
176
og 33) og' einkum liiis nr. 13. Er þ\ í um lleii i smitunarmöguleika
að ræða. Eldra barnið er skrásett hjá héraðslækni, álítur hann barn
þetta smitað utanhéraðs.
Rannsókn á 2 heimilum fyrir utan og sunnan Raufarhöfn
leiddi ekkert sérstakt í ijós. Eitt barn af bænum framan við Raufar-
höfn var Pirquet-prófað og reyndist negativt.
Smitunin er því í öllum tilfellum kunn og augljós, að undanteknu
einu lnisi, nr. 21, þar sem 2 börn voru smituð.
Það var upphaflega ætlun mín, að rannsaka alla þá með gegnlýs-
ingu, er grunsamlegir þættu. I þessum tilgangi hafði ég með mér
ferða-Röntgentæki, sem landlæknir útvegaði. Atli að fá rafmagn frá
síldarstöð, sem er á Raufarhöfn og er eign Norðmanna. En svo
óheppilega vildi til, að viku áður en ég kom lil Raufarhafnar höfðu
Norðmennirnir tekið sundur stöðina og farið með rafalinn (dyna-
moinn) með sér til Noregs. Heíir slíkt aldrei borið við áður og því
illt að vara sig á því. Eg reyndi svo að útvega rafal (dynamo) með
sömu spennu frá Akureyri, Húsavík og Seyðisíirði. En það var ómögu-
Iegt. Gat því Röntgenskoðun ekki farið frain, en mér taldist svo til,
að nauðsynlegt hefði verið að rannsaka þannig 30—40 manns. Þar
á meðal hin Pirquet-positivu börn.
Eg hafði einnig með mér smásjá og rannsakaði expectorat hjá
öllum, er því varð við komið og grunsamir voru. Allar hrákarann-
sóknirnar voru negativar.
Húsakynni og heilbrigðisástand þorpsins er í meðallagi. Talsvert al’
húsum er nýlega byggt og því sæmlega frá þeim gengið. Annars eru
víða mikil þrengsli á heimilunum, enda óvenju margt um börn í þorp-
inu. — Vatnsból staðarins eru flest mjög slæm, og þyrftu snöggra
og mikilla bóta við.
Eg vil geta þess að lokum, að íbúar þorpsins tóku mér fegins
hendi og greiddu götu mína sem bezt þeir gátu. Færðist enginn
undan rannsókn á sér og sínum, heldur komu allmargir af sjálfs-
dáðum og báðu um að mega verða rannsakaðir.
Að endingu þakka ég héraðslækni í Öxarfjarðarhéraði l'yrir ágætar
upplýsingar um útbreiðslu veikinnar og góða aðstoð. Hafði bann
sérlega mikinn áhuga á þessum rannsóknum. Því miður gat hann
ekki tekið þátt í þeim með mér, nema að litlu leyti. Var það vegna
annara starfa hans, einkum kjötskoðunar á Kópaskeri o. fl.
Útdráttur. Fyrir tilmæli heilbrigðisstjórnar og samkvæmt ósk bér-
aðslæknis í Öxarfjarðarhéraði tók ég að mér að athuga berklasmitun
á Raufarhöfn síðastliðið haust. Astæðan til rannsóknarinnar var sú,
að berklaveiki virðist færast mjög í aukana í þorpi þessu nú á síðari
árum. Samkvæmt dómi héraðslækna var fyrir 1928 mjög lítið uin
berklaveiki í þorpinu og í grennd við það. En frá 1928—1934, að
báðum þessum árum meðtöldum, eru alls skráðir 12 sjúklingar með
berklaveiki. Alit héraðslækna um að veikin sé eigi gömul í þorpinu
virðist vera rélt, því að af 7 skrásettum sjúklingum á tímabilinu