Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 14
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
ísland og Kyotóbókunin
Auður H. Ingólfsdóttir
UMIS ehf. Environce, Borgarnesi
Þann 16. febrúar 2005 gekk Kyotóbókunin í gildi. Bókunin er meðal umfangsmestu
alþjóðlegum sáttmálum sem ríki heims hafa samið um, enda tekur hún á einu því
vandasamasta verkefni sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.
I þessari grein verður farið yfir helstu skuldbindingar Islands gagnvart bókuninni og hvemig
brugðist hefúr verið við til að mæta þessum skuldbindingum. Skoðun greinarhöfúndar er sú að
vegna þeirra rúmu heimilda sem tókst að semja um fyrir ísland hafi íslensk stjómvöld verið
undir lítilli pressu að grípa til aðgerða. Þetta hefúr leitt til þess að stefnumörkun í
loftslagsmálum er hvorki ítarleg né mjög metnaðarfúll og eftirfylgni við þá stefnu sem þó
hefur verið samþykkt er ffernur veikburða. Nú, þegar ljóst er að Kyotóbókunin mun ganga í
gildi, er nauðsynlegt að setja meiri kraft innan stjómsýslunar í þá vinnu sem þarf að eiga sér
stað til að uppfylla skuldbindingar bókunarinnar. Jafnffamt er mikilvægt að horfa ffam á
veginn og byija að huga að samningaviðræðum og stefhumörkun fyrir annað
skuldbindingartímabil Kyotóbókunarinnar sem hefst eftir árið 2012.
Aður en umfjöllun um Kyotóbókunina hefst er rétt að minna á ástæðu þess að bókunin varð
að veruleika og rifja upp það stóra viðfangsefni sem glímt er við.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum
Loftslag jarðar er samspil fjölmargra þátta. Einn mikilvægasti þátturinn í þessu samspili em
svokölluð gróðurhúsaáhrif. Án þeirra væri jörðin ekki lífvænleg pláneta. Vatnsgufúr,
koldíoxíð og önnur efni sem ganga undir samheitinu gróðurhúsalofttegundir vama því að þeir
geislar sólar sem ná til jarðar endurvarpist aftur út í geiminn án nokkurrar viðstöðu. Á þennan
hátt verður hitastig hærra en ella. Meðalhiti jarðar er um 14°C en án gróðurhúsaáhrifanna væri
meðalhitinn -16°C (Tryggvi Felixson, 2002).
Ymsar athafhir mannanna hafa leitt til þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti,
sérstaklega koldíoxíðs, hefur aukist vemlega. Þetta þýðir að gróðurhúsaáhrifm verða enn
meiri en áður og hið náttúrulega jafnvægi raskast. Þegar er farið að greina breytingar á
loftslagi og samkvæmt spá Milliríkjanefhdar Sameinuðu þjóðanna má búast við að meðalhiti
hækki um 1.4 - 5.8°C á næstu hundrað áram (IPPC, 2001). Afleiðingar þessarar hitabreytinga
gætu orðið margþættar og em ekki allar fyrirsjáanlegar.
Myndin sem hér fýlgir er fengin að láni úr skýrslu um loftslagsbreytingar á norðurslóðum
(Arctic Council, 2004). Myndin sýnir þróun hitastigs á norðurhveli jarðar siðustu þúsund ár
og ber saman við styrk koldíoxíðs í andrúmslofti og losun kolefnis út í andrúmsloftið vegna
bmna jarðeldsneytis og breyttrar landnotkunar. Myndin sýnir fylgni milli þessarar þriggja
þátta og era vísindamenn flestir sammála um að aukin losun hafi áhrif á meðalhitastig jarðar.
12