Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 22
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Kolefnisbinding með nýskógrækt. Hvar stöndum við og hverjir eru
möguleikarnir?
Bjami Diðrik Sigurðsson1, Amór Snorrason1, Bjarki Þór Kjartansson1 og Brynhildur
Bjamadóttir1,2
1 Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá, 116 Reykjavík
2 Dept. of Physical Geography andEcosystem Analysis,
Lund University, SE-223 62 Lund.
Útdráttur
Kyoto-samningurinn verður að alþjóðalögum þann 16. febrúar 2005. Með gildistöku
hans verður skógrækt formlega óijúfanlegur hluti af kolefnisbókhaldi íslands. Þar með
þarf að taka tillit til kolefnisbindingar með nýskógrækt ffá og með 1990 þegar nettó
C02-losun Islendinga er metin. Strax á næsta ári (2006) verða íslensk stjómvöld
krafín um nánari upplýsingar um þennan hluta kolefnisbókhalds þjóðarinnar. Sem
betur fer hefur málið verið vel undirbúið á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og er
hér gefíð yfírlit yfír rannsóknir sem lokið er og í gangi em í dag. Verkefnið „Islensk
skógarúttekt“ metur breytingar á flatarmáli skóga, kolefnisforða þeirra og árangur
skógræktar almennt. Þetta verkefni verður ómetanlegt tæki til að meta
kolefhisbindingu með nýskógrækt á réttan hátt samkvæmt nýjum alþjóðareglum. Hér
er í fyrsta skipti birt spá um kolefnisbindingu með nýskógrækt fyrir tímabilið 1990 til
2130. I ár nemur áætluð kolefnisbinding nýskógræktar um 5% af C02-losun
íslendinga fýrir árið 1990. Þó þetta hljómi ekki sem sérstaklega mikið þá er þetta engu
að síður á við 50% af leyfilegri aukningu í nettó-losun Islands samkvæmt Kyoto-
samningnum. A fýrsta viðmiðunartímabili Kyoto-samningsins, árin 2008 til 2012,
mun árleg kolefnisbinding verða um 133.000 tonn eða um 6,3% af losun ársins 1990.
Miðað við þær forsendur sem notaðar voru til grundvallar spánni nær árleg
kolefnisbinding vegna skógræktar hámarki upp úr 2040 með um 344.000 tonn eða um
16% af losun ársins 1990. Forsendumar fýrir spánni em frekar íhaldssamar hvað
varðar bindihraða og því ber að taka þessum tölum sem lágmarkstölum. Traust mat
mun fást á raunverulega kolefnisbindingu þegar íslensk skógarúttekt hefur lokið
skógvaxtarmælingum á mæliflötum sem dreift er um allt land.
Inngangur
Nú liggur ljóst fýrir að Kyoto-samningurinn mun verða að alþjóðalögum þann 16.
febrúar 2005, tæpum tveimur vikum eftir að þessu Fræðaþingi lýkur. Af því tilefni er
hér fjallað um hvað við vitum um kolefnisbindingu einstakra skógræktarsvæða og
kolefnisbindingu með skógrækt almennt. Gefið verður yfírlit yfir stöðu þessa
málaflokks í dag og helstu verkefni sem bíða íslenskra stjómvalda og sérfræðinga á
næstu ámm. Að lokum er hér birt í fýrsta skipti spá um kolefnisbindingu vegna
nýskógræktar frá árinu 1990 (svokallaðir Kyotoskógar) fyrir árin 2005, 2007-2012 og
2040.
20