Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 24
Nú liggur það loksins ljóst fyrir hvemig áætla á kolefnisbindingu með skógrækt og
landgræðslu. Það var ekki fyrr en 17 desember 2004, á tíundu alþjóðaráðstefnu
aðildarþjóða loftslagsamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), sem reglur þar að
lútandi voru staðfestar. Þessar reglur, sem heita á ensku „Good Practice Guidance"
(Lauslega þýtt af höfundi „Leiðarvísir um góð vinnubrögð“) em afar ýtarlegar og taka
m.a. til útreikninga á öryggismörkum sem krafist er að fylgi mati á kolefnisbindingu
með skógrækt og landgræðslu (IPCC 2003).
Rannsóknir
Nýlega hófust á Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá tvö ný rannsóknaverkefhi á
kolefnisbindingu. Annað þeirra, SKÓGVIST, er rannsókn á því hvemig
kolefhisbinding breytist með aldri skóga (Ásrún Elmarsóttir o.fl. 2003), þar sem
jafnframt em gerðar beinar mælingar á kolefnisbindingu ungs lerkiskógar
(Kyotoskógar) á Fljótsdalshéraði (Bjami D. Sigurðsson & Brynhildur Bjamadóttir
2004). Hitt er meistaraverkefhi líffræðings við Háskóla íslands og fjallar um áhrif
grisjunar og áburðargjafar á kolefnishringrás skógræktarsvæða. Einnig hefur á síðustu
ámm verið unnið mikið starf á Mógilsá við að rannsaka samband kolefhiforða tijáa
við auðmælanlegar stærðir eins og bolþvermál og hæð. Nú liggja fyrir foll sem lýsa
þessu sambandi fyrir ellefu helstu tijátegundir í skógrækt á íslandi. Þetta auðveldar
mjög mat á kolefnisbindingu með skógrækt (Amór Snorrason & Stefán F. Einarsson
2005, Stefán F. Einarsson o.fl. 2004).
Kolefnisbókhald
Á síðustu ámm hefur íslensk skógarúttekt safnað saman upplýsingum um flatarmál,
legu og lögun nýskógræktarsvæða og komið þeim fyrir í landfræðilegu
upplýsingakerfi (Amór Snorrason & Bjarki Þ. Kjartansson 2004). Þessi vinna fer fram
í góðu samstarfí við landshlutabundin skógræktarverkefni, Skógræktarfélag Islands,
Landgræðslu ríkisins og aðra skógræktendur. Hún mun þegar á þessu ári skila
endurbótum á útreikningi kolefhisbindingar vegna nýskógræktar.
Framtíðarsýn
Kolefnisbókhald
Farið verður að framfylgja reglum um Kyoto-samninginn strax á næsta ári (2006), og
þá verða íslensk stjómvöld krafin um traustar upplýsingar um skógrækt og
landgræðslu vegna Kyoto-samningsins. Bæði verður kallað eftir landffæðilegum
upplýsingum um staðsetningu og stærð skógræktarsvæða, auk upplýsinga um
kolefnisforða þeirra og vísindalegra niðurstaðna sem liggja að baki ýmsum forsendum
sem notaðar em við mat á kolefnisforðanum.
Það má því segja að nú ríki lognið á undan storminum, og ekki er seinna vænna að
hagsmunaaðilar og stjómvöld fari að undirbúa þessa breytingu. Nú liggur orðið á að
fullmóta hvemig kolefnisbinding hérlendis verður áætluð á landsvísu fyrir
skógræktar- og landgræðsluverkefni og upplýsingunum komið ffá stofnunum
landbúnaðarráðuneytis til Umhverfisstofhunar og þaðan inn í kolefnisbókhald íslands
sem árlega er sent til Sameinuðu þjóðanna.
Islensk skógarúttekt verður ómetanlegt tæki fyrir íslensk stjómvöld til að geta áætlað
heildarflatarmál og breytingar á kolefnisforða skógræktarsvæða, auk þess að gefa
tölulegt yfirlit um árangur skógræktar almennt. Nú þegar Islensk skógarúttekt hefur að
mestu kortlagt skógræktarsvæðin og skráð upplýsingar um aldur og
22