Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 28
Hve mikið er unnt að binda
Endurreisn á kolefnisforða jarðvegs er óhjákvæmilegt verkefhi víða um heim og hún
tengist jafnt ffjósemi lands til að tryggja fæðu fyrir sívaxandi mannijölda jarðar, nægu
magni af hreinu vatni og samdrætti á magni C02 í lofthjúpnum (Lal, 2004).
Skammsýnar ræktunaraðferðir hafa t.d. leitt af sér tap á um 4 milljörðum tonna
kolefnis úr akurlendi í Bandaríkjunum og um 78 milljörðum tonna í allt á heimsvísu
(Lal, 2001). Verulegur hluti þessa kolefnis hefur borist upp í lofthjúpinn. Talið er að
möguleikar jarðar til að binda kolefni sé um 0,6-1,3 milljarðar tonna C / ár í um 50 ár
eða 30 - 60 milljarðar tonna í allt. Það er mikilvægt fyrir velferð jarðarbúa að það
takist að skila eins miklu af þessu kolefni til jarðar og ffamast er unnt.
Hvað okkur Islendinga varðar þá veita vísbendingar um tap kolefnis úr jarðvegi og
vistkerfúm okkur einnig ákveðnar hugmyndir um hve miklu kolefni er unnt að skila til
baka til baka til jarðvegs, gróðurs, vistkerfa og landsins í heild.
Um 95% skóglendis og um helmingur gróðurs hér á landi hefur eyðst frá landnámi
ásamt miklu jarðvegi. Hlynur Óskarsson o.fl. (2004) áætluðu að á bilinu 120 til 500
milljón tonn af kolefnis hafi tapast úr íslenskum jarðvegi vegna jarðvegsrofs frá
landnámi á svæðum sem nú eru auðnir. Þeir töldu um helming þessa kolefnis hafa
oxast og losnað út í andrúmsloftið. Heildartap kolefnis úr jarðvegi er þó að líkindum
miklu meira þar eð víðáttumikil svæði utan auðnanna eru illa leikin af jarðvegsrofi.
Auk þess hefur glatast mikið magn kolefnis sem bundið var í gróðri.
Þorbergur Hjalti Jónsson og Úlfur Óskarsson (1996) töldu, byggt á einföldum
útreikningum, að um 410 milljón tonn af kolefni hafi tapast hér á landi vegna
jarðvegseyðingar og um 20 milljón tonn vegna gróðureyðingar, eða um 430 milljón
tonn C í allt. Þessi tala er ígildi um 1,6 milljarða tonna af C02, eða um 500 sinnum
hærri en nam losun gróðurhúsalofttegunda frá íslandi árið 1990, sbr grein Auðar
Ingólfsdóttur í þessu riti. Astand lands á Islandi er víða mjög slæmt (m.a. Ólafur
Amalds o.fl. 1997) og brýnt er að auka landkosti og koma í veg fýrir landhningnun
með landgræðslu, skógrækt o.fl. aðferðum. Markmið slíkra verkefna em mjög
fjölþætt, en þeim er það sameiginlegt að aukin afköst í kolefhisbindingu er sjálfgefinn
fýlgifiskur þeirra.
Kyoto bókunin
I grein 3.4 í Kyotobókuninni er fjallað um bindileiðir sem ekki flokkast undir
skógrækt. Þær má nýta með því að draga meðalbindingu á fyrsta
skuldbindingartímabilinu (2008-2012), að frádreginni losun sem átt hefur sér stað á
viðkomandi svæðum, frá bindingu ársins 1990. Þessar bindileiðir em:
iu Landgrœðsla (Revegetation)
Landgræðsla er skilgreind sem beinar athafnir manna við að auka kolefnisforða með
aðferðum við endurgræðslu lands sem ekki flokkast undir skógrækt samkvæmt
bókuninni og ná að lágmarki 0,05 ha stærð. Samþykkt landgræðslu í Kyoto bókunina
skiptir miklu máli fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar gróður- og jarðvegseyðingar.
Hún gerir það mögulegt að nota kolefnisbindingu sem hvata til að endurgræða land og
26
J