Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 29
nota til þess tegundir sem falla best að aðstæðum og vistfræðilegum markmiðum
hveiju sinni.
Aðildarþjóðir að Viðauka I í bókuninni eiga að velja sér skógræktarskilgreiningu sem
m.a. felur í sér lágmark á meðalhæð tijáa, sem má vera á bilinu 2 til 5 m. Hér á landi,
sem víðar, hefur þessi skilgreining mikil áhrif, og getur m.a. ráðið því hvort
endurheimt birkiskóga telst skógrækt eða landgræðsla í kolefnisbókhaldi íslands.
b. Umsjón skóglendis (Forest management)
Stjóm skóglenda (forest management), sem er í megindráttum skilgreind sem sjálfbær
umönnun (stewardship) og notkun skóglendis til að uppfylla vistffæðilegar, hagrænar
og félagslegar þarfir.
c. Stjórn akurlenda (Cropland management)
Stór hluti jarðvegsrofs á jörðinni stafar af ósjálfbæmm ræktunaraðferðum, en unnt er
að binda vemlegt magn af kolefni með viðeigandi ræktunartækni. Nauðsynlegt gæti
reynst fyrir íslendinga að gæta að þessum þáttum með tilliti til Kyoto bókunarinanr,
og sjá fyrir hvötum til þess að akuryrkjuland sé notað á sjálfbæran hátt.
d. Stjórn á nýtingu beitilands (Grazing management)
Með beitarstjómun er átt við aðgerðir til að hafa áhrif á magn gróðurs og gerð
gróðurlenda og ffamleiðslu búfjár. Breytingar á beitarálagi, s.s. vegna fækkunar fjár
og styttingar beitartíma, beitarffiðun o.s.ffv. getur örvað mjög ffamvindu gróðurs og
þar með aukið kolefnisbindingu. Miklar breytingar hafa nú þegar átt sér stað ffá
viðmiðunarárinu 1990, og vænta má að búfjárbeit verði aflögð á tugum eða jafnvel
hundmðum þúsunda hektara af illa fömu landi á næstu ámm. Þótt aukning árlegrar
kolefnisbindingar vegna slíkra breytinga sé offast lítil á flatareiningu, þá getur
heildarbinding orðið mikil vegna hinnar griðarlegu víðáttu. Liklegt er þó að
bindistuðlar vegna sjálfgræðslu á slíkum svæðum séu lágir og að erfitt geti reynst að
meta þá við hinar fjölbreyttar aðstæður. Ef þessi leið er valin þarf að meta bæði
bindingu og tap kolefnis á öllu beitilandi á Islandi. Margt er óljóst og brýnt er að
stjómvöld marki stefnu um þennan flokk kolefnisbindingar og ætli nauðsynlegum
rannsóknum og uppbyggingu kolefnisbókhalds það fjármagn sem þarf.
Kolefnisbókhaldið
Kolefhisbinding fylgir sjálfkrafa allri aukningu gróðurs hér á landi og er því
sjálfgefinn hluti landgræðsluverkefna. Fjölmargir vinna að því að bæta landkosti
hérlendis og þeir nota til þess fjölbreyttar aðferðir. Landgræðslunni er nauðsynlegt að
hafa góða yfírsýn yfir þessi verkefhi, og koma þarf á markvissara og kerfisbundnu
árangursmati. Hins vegar er mun viðameiri skráningar og úttekta þörf til að uppfýlla
þær kvaðir og skyldur sem fýlgja skýrslugjöf vegna loftslagssamningsins og Kyoto
bókuninni, m.a. gagnvart landnotkun og breytinga á landnotkun (LULUCF). Ef
stjómvöld vilja nýta til fulls möguleika kolefnisbindingar til að mæta hluta af
skuldbindingum íslands vegna Kyoto bókunarinnar verður ekki hjá þvi komist að gera
verulegt átak hvað varðar landupplýsingar, upplýsingar um flæði
27