Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Síða 43
dilkakjötsframleiðslu sem hefði sérstök byggða- eða landnýtingarmarkmið, rétt eins
og drætti má fínna um í núgildandi sauðfjársamningi ríkis og bænda2. Hér er komið að
því sem kallað hefur verið hið fjölþœtta hlutverk landbúnaðar, og skilgreint hefur
verið af opinberum aðilum, meðal annars OECD3.
Norræn stefnumörkun - Akureyrar-yfirlýsingin 2004
Á fundi norrænna ráðherra landbúnaðar-, sjávarútvegs- og matvælamála á Akureyri
þann 13. ág. 2004 var samþykkt yfírlýsing um framtíðarhlutverk landbúnaðar og
menningar-landslagið sem auðlind hans. Til grundvallar henni lá umfangsmikil vinna
tveggja norrænna starfsnefnda: um menningarlandslag (NMR 2004a) og um
ffamtíðarhlutverk landbúnaðar, þar með talinnar skógræktar (NMR 2004b).
Yfírlýsingu ráðherranna er að finna á heimasíðu Norðurlandaráðs4. Tilgangur hennar
er tvíþættur:
o Að styrkja norrœnt samstarf varðandi þróun landbúnaðar, landslags og
landsbyggðar í því skyni að hafa áhrif á og bœta skilyrði framtíðarhlutverka
landbúnaðar og landsbyggðar.
o Að notkun norrœns búskaparlands tryggi náttúru- og menningarlegan
Jjölbreytileika. Líta ber á viðfangsefnið sem eina heild í Ijósi langtima og
sjálfbœris, svo efla megi búskaparlandið sem auðlind, einnig til hvíldar og
upplifunar fyrir samfélagið allt svo ogfyrir norræna ímynd og þróun.
Af einstökum efhisatriðum yfirlýsingarinnar má m.a. nefna
• að mikilvœgt sé að Norðurlöndin vinni saman að málum er varða ný hlutverk
landbúnaðar svo og menningarlandslags og náttúru- og menningarverðmœta
þess; einnig að því að koma þeim málum í alþjóðlega umrœðu
• að beina athygli að landbúnaðinum í umönnun náttúru- og
menningarverðmæta landslagsins til sjálfbœrrar þróunar og að hlutverkum
landbúnaðar í byggðaþróun .........
• að Norðurlöndin miði skarpar á umhirðu, viðhald og þróun mikilvægs
búsetulands, og á landbúnaðinn sem auðlind til samsömunar, hressingar og
búsetu stærri hópa samfélagsins, auk þess að bæta möguleika til nýsköpunar
þjónustu og annarrar iðju, bæði innan og utan landbúnaðarins.
Vissulega er yfirlýsingin háleit, en i styttu máli felur hún í sér ásetning norrænna
stjómvalda um að landbúnaður landanna komi til móts við nýjar og fjölbreytilegar
þarfir samfélaganna á grundvelli landkosta hvers lands í þeim tilgangi að tryggja um
leið tekjur iðkenda, búsetu og byggð. Sérstakur starfshópur hefur nú verið skipaður til
þess að þoka ffam áformum ráðherranna á grundvelli yfirlýsingarinnar5. Áhrifaaðilar
landbúnaðarins, m.a. opinber stjómvöld, margvísleg hagsmunasamtök bænda,
afurðastöðvar og einstakir ffamleiðendur, auk ýmissa þjónustustofnana
landbúnaðarins, munu ráða miklu um framgang yfirlýsingarinnar. Stefnumið hvers
þeirra geta verið mismunandi og jafnvel andstæð hvert öðm, en umhugsun og
samræða em fýrstu stig samhæfingarinnar.
41