Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 44
Afurðir landbúnaðar - þarílr markaða
Samkvæmt grónum hefðum hefur flestum verið tamast að líta á afurðir landbúnaðar
sem hlutbundna vöru fyrst og ffemst, svo sem mjólk, kjöt og grænmeti. Hérlendis hafa
ekki margar kynslóðir lifað við allsnægtir um frumþarfir. Áhugi á mat hefur því verið
mikill og hann hefur mótað viðhorf bænda, en líka neytenda, til búskapar. Þegar sagan
er skoðuð nánar má hins vegar sjá að búvöruffamleiðslunni hafa fylgt ýmsar
aukaafurðir - eða verðauki (bónus) - er löngum voru flokkaðar sem sjálfsagðir hlutir
ef þá eftir þeim var tekið: arfur þeirrar tíðar þegar heimilið var hin sjálfbæra eining
tilveru fjölskyldunnar: ffamleiðslu- og vinnslustaður matvæla, margstiga skóli,
elliheimili, félagsmálstofnun, afþreyingarstaður o.s.ffv. í neyslusamfélagi nútímans
hafa hins vegar sumar þessara „afurða” náð að marka sér sérstaka tilvist og þannig
fallið inn í spil markaðarins, ýmist vegna eftirspumar sem kviknað hefur í
samfélaginu og/eða á gmndvelli ffamboðs og hugvitsamlegrar markaðssetningar.
Benda má á að síðari árin hefur sú breyting orðið á heildartekjum evrópsks
landbúnaðar að minnkandi hluti þeirra hefur komið af hinum efnislegu (hrá)afurðum,
s.s. fóðri, búfjárafurðum, hráefhi til klæða, - afurðum, er miða að fullnægingu
ffumþarfa, en hlutur annarra afurða, svo sem þjónustu af ýmsu tagi, hefur vaxið
(Myrdal 2002).
Sérstaða markaða margra búvara, bæði hérlendis og í sambærilegum löndum, er sú að
vöruverðið er greitt með tvennum hætti: með samfélagslegum stuðningi (beinum og
óbeinum) annars vegar og beint af neytanda hins vegar. í samfélaginu hefur gætt
vaxandi andstöðu við niðurgreiðslur og styrki til búvöruffamleiðslu umffam naumustu
þarfir. Ekki er víst að þessi andstaða beinist að öllu leyti gegn fjárstreymi til
landbúnaðarins sem slíku, ffemur því að fjármunimir fari ekki til þeirra
verkefna/afurða sem samfélagið spyr eftir - að ekki sé ffamleitt það sem markaðurinn
krefst. Til dæmis um það má minna á nýlega staðfestan velvilja íslendinga til
skógræktar (Jón Geir Pétursson 2004), en til þeirrar búgreinar leggur samfélagið nú
umtalsverða fjármuni ffam árlega án þess afurðin mæti eingöngu efnislegum
ffumþörfum þess. Áhugi á hrossrækt og umsvif ýmissa greina hennar benda til
mikillar fjármunaveltu þótt ekki komi ffam í hefðbundnum þjóðhagsreikningum.
Vöxtur ferðaþjónustu á vegum bænda og annarra umönnunarstarfa til sveita og í öðru
dreifbýli er einnig dæmi um „nýjar” þarfir sem skapað hafa grundvöll nýrra
atvinnutækifæra.
Sveitimar em nú mun misleitari að samsetningu hvað búsetu og starfa snertir en þær
vom fýrir aðeins liðugum aldarfjórðungi. Má segja að þar sem áður vom rekin bú
áþekkrar gerðar á hverri jörð samfelldra sveita séu nú bú og býli í bland, þ.e. bú með
ýmislegri búvömffamleiðslu og býli, setin fólki um lengri eða skemmri tíma ársins án
sömu tengsla við landið og áður vom (auk eyðibýla). Hvor um sig eiga mikilvægu
hlutverki að gegna í viðhaldi og eflingu dreifðra byggða til ffamtíðar - hins nýja
landbúnaðar og afurða hans. Með vísun til mats Myrdal (2002) verður
ffamleiðslugmndvöllur hans þríþættur þar sem skömn getur þó verið umtalsverð:
1. að varðveita jákvæðar hliðar búvömífamleiðslunnar
2. að vinna gegn óæskilegum áhrifum búvömframleiðslunnar
3. að bjóða upp á leiðir til að mæta „nýjum” þörfum
42
i