Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 54
18:3 fitusýrum með fjölmargar samsetningar af cis og trans tvítengjum, sem ekki er vitað
hvaða lífeðlisfræðilega þýðingu hafa.
Fitusýrur, breyttar og óbreyttar, berast frá vömbinni niður i smáþarma þar sem þær sogast
inn í líkamann. Mælingar sýna að aðalgerðin af CLA í mjólkur- og skrokkfitu jórturdýra
er cis9, transW eða 80-90% (Bauman og fl. 1999). Beint línulagt samband er á milli
innihalds CLA (cis9, transW) og trans 11 C18:l í mjólk og í ljós hefur komið að
júgurvefur og reyndar fleiri vefir líkamans geta myndað cis9, transl 1 CLA úr trans\ 1
C18:1 með hjálp ensímsins A9 desaturasa (Griinari og fl. 2000), sem skýtur inn tvítengi
við níunda kolefhisatómið. Þessi desaturasi er einn af nokkrum sem dýr, þar á meðal
maðurinn, hafa til að geta breytt mettunarstigi fitusýra og þar með eiginleikum fitu.
Af ffamansögðu er ljóst að magn CLA í fitu jórturdýra er annars vegar komið undir
framleiðslu á CLA og transW C18:l í vömbinni og hins vegar virkni A9 desaturasa í
þeim vefjum sem mynda fitu. Styrkur línólsýru og a-línólínsýru í fóðrinu hefur
augljóslega áhrif á myndun CLA og transW C18:1 í vömbinni þar sem þessar fitusýrur
eru fyrirrennaramir sem ffamleiðslan byggist á. Að auki er vitað að ómettaðar olíur hafa
áhrif á starfsemi sumra baktería og geta þannig hindrað myndun sterínsýru með þeim
afleiðingum að styrkur CLA og trans 11 C18:1 í vömbinni yrði meiri (sjá 5. mynd).
Tilraunir hafa sýnt að fiskfita eykur magn CLA í fitu (AbuGhazaleh og fl. 2003). Fiskfita
inniheldur mikið af löngum ómettuðum fitusýmm. Þó að þær séu hertar í mismunandi
mæli i vömbinni er vitað að þær em ekki millistig í myndun CLA og transW C18:l.
Frekar er líklegt að þær hegði sér svipað og ómettuðu plöntuolíumar og hindri
lokabreytinguna yfir í sterínsým. Þó gras innihaldi tiltölulega lítið af fitusýmm þá hafa
tilraunir sýnt að CLA innihald í fitu er hærra hjá gripum sem em á beit heldur en gripum
sem fá hey eða vothey úr sama hráefhi (Elgersma og fl. 2004; French og fl. 2000) eða
blöndu af gróffóðri og kjamfóðri. Tilraunir hafa sýnt að mikill breytileiki er milli
einstaklinga í virkni A9 desaturasa og einnig að munur virðist milli kúakynja (Lawless og
fl 1999; Siebert og fl. 2003). Þá virðist sem samspil geti verið milli virkni A9 desaturasa
og tegund fóðmnar (Lock og Gamsworthy 2003). I 3.töflu má sjá CLA innihaldí
nokkmm fæðutegundum.
3. tafla. Innihald CLA í nokkrum fæðutegundum
Fæðutegund CLA mg/ g fitu
Kúamjólk - USA 5,5
Kúamjólk - Kanada 2,5-28
Konumjólk - Ástralía 6
Smjör - USA 4,8
Ostur - USA 2,9-7,1
Nautakjöt - Irland 3,7-10,8
Þegar ljóst var að CLA sem fannst í náttúmlegri afurð hafði áhrif á framgang
krabbameins vaknaði mikill áhugi á þessum flokki fitusýra. Síðan 1987 hefur aragrúi af
tilraunum verið gerður. Farið var að ffamleiða CLA með efhaffæðilegri herslu úr bæði
plöntuolíum og lýsi. Flægt er að kaupa CLA blöndur sem fæðubótarefhi á almennum
markaði. Mjög margar tilraunir hafa verið gerðar með tilbúnar CLA blöndur. Hafa verður
í huga að CLA hlutfall í þeim er annað en í afurðum jórturdýra svo sem mjólk og kjöti.
Slíkar blöndur innihalda off CLA cis 9, trans 11 18:2 og CLA trans 10, cis 12 18:2 í
jöfhum hlutfollum auk gerða af CLA sem ekki koma fyrir í náttúrulegum afurðum. Eins
og að ofan greinir er CLA cis 9, trans 11 18:2 um 80-90% af CLA í mjólk og kjöti
jórturdýra, en CLA trans 10, cis 12 18:2 er oftast 5% eða minna. Þó vitað sé að hver
52