Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 56
þessum hætti. Fitusýrur hafa hver sína sérstöku virkni og nú er svo komið að einungis
þijár mettaðar fitusýrur eru enn taldar hafa áhættu í för með sér vegna hjartasjúkdóma, C
12:0, C 14:0, C 16:0 (Blaxter og Webster 1991, Hegsted 2000). Reyndar var nýlega birt
grein þar sem neysla þessara fitusýra hafði neikvætt samhengi við kólesteról í blóði ungs
heilbrigðs fólks (Samuelson og fl. 2001). Það fer því að fara að verða tímabært að
endurskoða stöðu dýrafitu með tilliti til þeirrar vitneskju sem greint hefur verið ffá í
þessari grein um efnaskipti mismunandi fitusýra og sérstaklega vegna þeirra möguleika
sem felast í CLA innihaldi hennar.
CLA í íslenskum fóðurtilraunum
CLA innihald í mjólk á íslandi hefur ekki verið kannað með tilliti til fóðrunar, en eins og
að ofan greinir skiptir fóðrun megin máli. í tveimur fóðurtilraunum sem gerðar voru á
tilraunastöðinni á stóra Ármóti veturinn 2001-02 var safnað mjólkursýnum og þau geymd
frosin. Haustið 2004 náðist samkomulag um að mæla fitusýrusamsetningu 117
mjólkursýna úr þessum tilraunum í Finnlandi. Þegar þetta er ritað er mælingum rétt að
ljúka. Vegna nýnæmis þessara mælinga þótti rétt að birta bráðabirgðaniðurstöður yfir
innihald CLA cis 9, trans 11 18:2 og transl 1 C18:1 í sýnum úr annarri tilrauninni. í
henni voru 18 kýr og þijár fóðursamsetningar. Hver kýr prófaði tvær fóðursamsetningar
eftir „incomplete block switchback design". Niðurstöðumar má sjá í 4. töflu. Samanborið
við erlendar tilraunir er styrkur fitusýranna í meðallagi. Innihald trans\ 1 C18:1 er lægst á
þar sem kjamfóðrið var einfaldast og CLA sýnir sömu tilhneigingu. Ekki er hægt að segja
meira um þessar niðurstöðu fyrr en niðurstöður heildargreininga á mjólkinni liggja fýrir.
4. tafla. CLA og transl 1 08:1 í mjólk í fóðurtilraun á Stóra Armóti
_________________________________________________________Fóður___________________________
Mjólk 1 2 3
CLA cis 9, trans 11 g/lOOg 0,46 0,43 0,45
trans\ 1 08:1 0,79“ 0,73b 0,78“
P<0,05
Fóður 1. Prótein -15%, Orka -11%. Kjamfóður: maís, bygg, soja. Rúlluhey síðslegið
Fóður 2. Prótein -15%, Full orka . Kjamfóður: maís, bygg. Rúlluhey snemmslegið
Fóður 3. Fullt Prótein, Full orka. Kjamfóður: maís, bygg, fiskimjöl. Rúlluhey snemmslegið
Staða á íslandi
Tveir þættir em hagstæðir í fóðmn jórturdýra á íslandi með tilliti til hollustu fitu í
afurðum jórturdýra. Gras er uppistaða í gróffóðri og fiskimjöl er notað með einum eða
öðram hætti fyrir nautgripi og sauðfé. Hvort tveggja ætti að stuðla að heppilegu hlutfalli
CLA og co3 fitusýra í afurðum jórturdýra.
Skilgreina þarf nákvæmlega með rannsóknum samband fóðmnar og fitusýmsamsetningar
afurðanna bæði hjá nautgripum og sauðfé. Einnig þarf að kanna eiginleika búfjárkynjanna
sjálffa. Þannig er hægt að bæta hollustu og ímynd afurðanna. Þá þurfa að liggja fýrir
upplýsingar um innihald ef reglur verða settar um það.
54