Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 59
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Hvað vitum við um samband fæðuneyslu og heilsufars?
Margrét Leósdóttir, læknir
Háskólasjúkrahúsið UMAS, Malmö, Svíþjóð
Inngangur
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök á Vesturlöndum í dag (1). Ríflega einn af
hveijum þremur deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum og enn fleiri fá sjúkdóminn í lifanda lífí.
Önnur algengasta dánarorsökin eru síðan illkynja sjúkdómar (1). Samanlagt orsaka þessir
tveir sjúkdómaflokkar um það bil 70% dauðsfalla meðal íslendinga árlega (2).
Að baki þessum sjúkdómaflokkum liggja margir áhættuþættir. Sumum þeirra s.s. erfðum,
aldri og kynferði getum við ekki stjómað. Aðra, svo sem reykingar og háan blóðþrýsting er
hins vegar hægt að hafa áhrif á, með lífstílsbreytingum sem og lyfjum. Mataræði er einn af
þeim breytanlegu þáttum sem móta áhættuna bæði fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og
krabbameini.
Þessari grein er ætlað að veita innsýn í þá læknisfræðilegu þekkingu sem til er á tengslum
mataræðis og heilsu. Til að takmarka yfirferðina munu einungis hjarta- og æðasjúkdómar og
að litlu leyti krabbamein vera tekin fyrir. Hvað varðar mataræðið verður áherslan annars vegar
lögð á áhrif fitu á heilsu og hins vegar á gagnsemi hins svokallaða Miðjarðarhafsfæðis. A
hveiju byggir sú þekking á áhrifum mataræðis á heilsu sem við höfum i dag? Hvað nýtt hefur
komið ffam á síðustu áratugum? Hvert stefhum við í matarmenningu og fæðuvali - og hvaða
áhrif mun sú þróun hafa á heilsufar okkar?
Breyttur lífstíll - nýjar áherslur
Áhuginn á áhrifum mataræðis á hjartasjúkdóma og krabbamein byijaði fyrir alvöru að kvikna
á fyrri hluta 20. aldarinnar (3-6). Fram að því höfðu smitsjúkdómar verið ábyrgir fyrir
meirihluta dauðsfalla í hinum vestræna heimi, en með aukinni þekkingu á sýklavömum,
uppgötvun sýklalyfjanna og síðast en ekki síst breyttum lifnaðarháttum þessa tíma fóm aðrir
lífstílstengdir sjúkdómar að verða meira áberandi (7,8).
Hin vistffæðilega rannsókn Keys og félaga, “Seven Countries Study”, olli straumhvörfum í
umræðunni á tengslum mataræðis og heilsu eftir síðari heimsstyijöldina, en niðurstöður Keys
og félaga bentu til þess að sterkt samband væri milli fitu í mataræði og hjartasjúkdóma (9).
Sérstaklega vom það þeir einstaklingar sem borðuðu hlutfallslega lítið af einómettuðum
fítusýmm miðað við mettaðar sem höfðu marktækt aukna áhættu (9). I kjölfar
Sjölandastúdíunnar fylgdu þó nokkrar rannsóknir sem studdu þessa sömu tilgátu, þ.e.a.s. að
mataræði ríkt af fitu, og þá sérstaklega mettaðri fítu (eða dýrafitu), yki hættuna á
hjartasjúkdómum, sem og vissum tegundum af krabbameini (6,10,11).
Á svipuðum tíma fóm ýmsar heilbrigðisstofnanir og -samtök að gefa út ráðleggingar til
almennings varðandi val á heilsusamlegu mataræði, m.a. með hliðsjón af niðurstöðum þessara
rannsókna (7). í flestum þeirra var lögð áhersla á að minnka hlutfall dýrafitu, mettaðrar fitu og
kólesteróls í fæðunni og auka í staðinn inntöku á fjölómettuðum fitusýmm; viðhalda eðlilegri
líkamsþyngd; og borða fjölbreytt næringarríkt fæði (7). Kjami manneldismarkmiðanna hefur
síðan að miklu leyti haldist óbreyttur (7,12-14).
57